Ólíklegt er að Ragnar Hjaltested muni spila meira með HK á tímabilinu en hann meiddist í leik liðsins gegn Haukum í gær.
Haukar unnu HK í gær, 22-20, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla. Haukar geta tryggt sér sæti í úrslitunu með sigri á HK í Digranesinu á morgun.
Ragnar meiddist á hné í leiknum í gær og sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, að það hefði blætt inn á hnéð.
„Í raun var hann að harka af sér bæði meiðsli í öxl og í hinu hnénu og ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé búið hjá honum núna. Hann á erfitt með gang í dag," sagði Gunnar.
„Hann lenti á samstuði á æfingu á mánudaginn og tognaði þá á hinu hnénu. Þetta hefur því ekki verið þrautalaust hjá honum."