Hanna Birna: Allir hafa tekið á sig niðurskurð, líka golfklúbburinn 6. apríl 2010 15:58 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Mynd úr safni. „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu. Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna. Ef það ætti að kalla slíkt kosningagjörninga þyrfti að fara rækilega yfir samninga Steinunnar Valdísar. Yfir 300 þúsund manns færu á umræddan golfvöll árlega, bæði börn, unglingar og gamalt fólk. Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta" og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur. Vond og óverjandi forgangsröðun „Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna. „Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir," spurði Dagur. „Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn." Allir taka „kött" Hanna Birna veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn gagnvart. „Allir hafa tekið á sig „kött", líka golfklúbburinn." Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
„Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu. Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna. Ef það ætti að kalla slíkt kosningagjörninga þyrfti að fara rækilega yfir samninga Steinunnar Valdísar. Yfir 300 þúsund manns færu á umræddan golfvöll árlega, bæði börn, unglingar og gamalt fólk. Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta" og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur. Vond og óverjandi forgangsröðun „Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna. „Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir," spurði Dagur. „Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn." Allir taka „kött" Hanna Birna veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn gagnvart. „Allir hafa tekið á sig „kött", líka golfklúbburinn." Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira