Umfjöllun: Framarar fyrstir til að leggja Akureyringa Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 12. desember 2010 17:45 Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram. Fram varð fyrsta liðið til að vinna Akureyri í N1-deild karla þegar liðið vann góðan fjögurra marka sigur í dag, 30-34. Sóknarleikur Framara í fyrri hálfleik var ágætur og skot þeirra góð. Sveinbjörn fann sig ekki í markinu og skipti sjálfum sér af velli eftir 20 mínútur. Framarar misstu boltann þó nokkrum sinnum klaufalega frá sér. Frábær markvarsla Magnúsar Erlendssonar í fyrri hálfleik lagði grunninn að naumu forskoti Framara í hálfleik. Þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleiknum, en mest með þremur í fyrri hálfleik. Magnús virtist vera búinn að lesa skytturnar Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason alveg því mörk Akureyringa utan af velli voru fá. Samt sem áður munaði aðeins tveimur mörkum í hálfleiknum en undir lok hans gerðist vendipunktur. Akureyringar fóru í hraðaupphlaup og Bjarni greip langa sendingu fram. Magnús fór út úr vítateignum og braut á honum en Bjarni tosaði hann niður með sér. Augljós brot á Magnús og samkvæmt nýjum reglum er beint rautt spjald á slík brot. Magnús fór því af velli en hann var algjör lykilmaður liðsins í fyrri hálfleiknum, eins og raunar alltaf. Í markið í hans stað kom Ástgeir Sigmarsson, strákur sem hafði ekkert spilað í deildinni í vetur. Hann stóð sig með prýði en frábær vörn Fram var í fararbroddi. Akureyringum gekk illa að skora og vörn og Sveinbjörn fann sig ekki í markinu. Stefán Guðnason kom þó sterkur inn og varði vel í lokin. Framarar náðu góðu forskoti sem þeir börðust fyrir með kjafti og klóm. Þeir héldu áfram að skora og sóknarleikur þeirra var til fyrirmyndar. Þá náðu þeir að tefja leikinn vel og tíminn var og skammur fyrir Akureyringa þrátt fyrir áhlaup undir lokin. Framarar unnu að lokum 30-34. Sanngjarn sigur. Magnús var frábær hjá Fram í fyrri hálfleik. Róbert var góður í sókninni og Haraldur líka og Haldór stýrði liðinu vel. Vörn liðsins var virkilega góð. Framarar spiluðu á liðsheildinni í dag og uppskáru vel. Hjá Akureyri var Bjarni Fritzsson ágætur en annars spilaði liðið ekki sérstaklega vel, þeirra lélegasti leikur á heimavelli í það minnsta. Liðið tapandi enda leiknum, þeim fyrsta í vetur. Það er þó enn á toppi deildarinnar en Framarar sýndu að Akureyringar eru alls ekki ósigrandi í dag. Akureyri - Fram 30 - 34 (13-15) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15/4), Oddur Gretarsson 6/1 (10/2), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (13), Heimir Örn Árnason 4 (8), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Geir Guðmundsson 2 (9), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (1).Varin skot: Stefán U. Guðnason 9/1 (20/2, 45%), Sveinbjörn Pétursson 7 (29, 24%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir, Guðlaugur, Hörður, Oddur, Guðmundur).Fiskuð víti: 5 (Bjarni 3, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (16), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (7/3), Magnús Stefánsson 5 (11), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (8)., Matthías Daðason 3 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (4). Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (29/1, 55%), Ástgeir Sigmarsson 8/1 (26/5, 30%). Hraðaupphlaup: 5 (Einar 2, Róbert, Matthías, Haraldur).Fiskuð víti: 3 (Matthías, Haraldur, Jóhann, ).Utan vallar: 4 mínútur. Magnús rautt á 29. mínútu.Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson. Höfðu ekki góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Fram varð fyrsta liðið til að vinna Akureyri í N1-deild karla þegar liðið vann góðan fjögurra marka sigur í dag, 30-34. Sóknarleikur Framara í fyrri hálfleik var ágætur og skot þeirra góð. Sveinbjörn fann sig ekki í markinu og skipti sjálfum sér af velli eftir 20 mínútur. Framarar misstu boltann þó nokkrum sinnum klaufalega frá sér. Frábær markvarsla Magnúsar Erlendssonar í fyrri hálfleik lagði grunninn að naumu forskoti Framara í hálfleik. Þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleiknum, en mest með þremur í fyrri hálfleik. Magnús virtist vera búinn að lesa skytturnar Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason alveg því mörk Akureyringa utan af velli voru fá. Samt sem áður munaði aðeins tveimur mörkum í hálfleiknum en undir lok hans gerðist vendipunktur. Akureyringar fóru í hraðaupphlaup og Bjarni greip langa sendingu fram. Magnús fór út úr vítateignum og braut á honum en Bjarni tosaði hann niður með sér. Augljós brot á Magnús og samkvæmt nýjum reglum er beint rautt spjald á slík brot. Magnús fór því af velli en hann var algjör lykilmaður liðsins í fyrri hálfleiknum, eins og raunar alltaf. Í markið í hans stað kom Ástgeir Sigmarsson, strákur sem hafði ekkert spilað í deildinni í vetur. Hann stóð sig með prýði en frábær vörn Fram var í fararbroddi. Akureyringum gekk illa að skora og vörn og Sveinbjörn fann sig ekki í markinu. Stefán Guðnason kom þó sterkur inn og varði vel í lokin. Framarar náðu góðu forskoti sem þeir börðust fyrir með kjafti og klóm. Þeir héldu áfram að skora og sóknarleikur þeirra var til fyrirmyndar. Þá náðu þeir að tefja leikinn vel og tíminn var og skammur fyrir Akureyringa þrátt fyrir áhlaup undir lokin. Framarar unnu að lokum 30-34. Sanngjarn sigur. Magnús var frábær hjá Fram í fyrri hálfleik. Róbert var góður í sókninni og Haraldur líka og Haldór stýrði liðinu vel. Vörn liðsins var virkilega góð. Framarar spiluðu á liðsheildinni í dag og uppskáru vel. Hjá Akureyri var Bjarni Fritzsson ágætur en annars spilaði liðið ekki sérstaklega vel, þeirra lélegasti leikur á heimavelli í það minnsta. Liðið tapandi enda leiknum, þeim fyrsta í vetur. Það er þó enn á toppi deildarinnar en Framarar sýndu að Akureyringar eru alls ekki ósigrandi í dag. Akureyri - Fram 30 - 34 (13-15) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15/4), Oddur Gretarsson 6/1 (10/2), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (13), Heimir Örn Árnason 4 (8), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Geir Guðmundsson 2 (9), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (1).Varin skot: Stefán U. Guðnason 9/1 (20/2, 45%), Sveinbjörn Pétursson 7 (29, 24%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir, Guðlaugur, Hörður, Oddur, Guðmundur).Fiskuð víti: 5 (Bjarni 3, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (16), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (7/3), Magnús Stefánsson 5 (11), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (8)., Matthías Daðason 3 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (4). Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (29/1, 55%), Ástgeir Sigmarsson 8/1 (26/5, 30%). Hraðaupphlaup: 5 (Einar 2, Róbert, Matthías, Haraldur).Fiskuð víti: 3 (Matthías, Haraldur, Jóhann, ).Utan vallar: 4 mínútur. Magnús rautt á 29. mínútu.Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson. Höfðu ekki góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira