Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var auðmjúkur og bauð ekki upp á ódýrar afsakanir eftir að lið hans var slegið út úr Meistaradeildinni af Inter.
„Mér fannst við spila betur í fyrri leiknum og við náðum ekki að spila eins vel í kvöld. Inter átti skilið að vinna. Ég óska þeim til hamingju," sagði hinn ítalski stjóri Chelsea.
„Við spiluðum ekki eins og við vildum. Inter setti pressu á miðjumennina okkar og við áttum í vandræðum með það. Inter spilaði virkilega vel. Sterkir í vörninni, góðir í skyndisóknum og við spiluðum ekki eins og við vildum."
Ancelotti vildi ekki tjá sig um vítaspyrnuna sem Chelsea átti klárlega að fá í fyrri hálfleik né rauða spjaldið hjá Didier Drogba.