Telur tillögu meirihlutans bitna á þjónustu við börnin 19. október 2010 03:30 björk vilhelmsdóttir Séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar, segir tillögur meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkur um breytingar á samstarfi skóla og kirkjunnar koma sér á óvart. Hann segist ekki hafa heyrt af óánægju meðal skólastjórnenda varðandi samstarfið. Nái breytingartillögurnar fram að ganga munu embættismenn trúfélaga ekki lengur starfa á nokkurn hátt í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfi kirkju og skóla verður hætt, sem og heimsóknir barna í kirkjur og fermingarfræðsla á skólatíma. Þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skal kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga frekar en fulltrúa trúfélaga. Varðandi þá tillögu að fagfólk eins og sálfræðingar eigi að annast áfallahjálp í skólum frekar en prestar segir Halldór að fáir vinni eins mikið með sorg og áföll. „Við erum fagfólkið,“ segir hann. „Þegar um mjög alvarleg áföll eins og dauðsföll er að ræða eru það mál sem við erum fagaðilar í. Ef það má ekki kalla okkur til að gæta að velferð barnanna er ekki verið að tryggja þeim börnum hina bestu þjónustu.“ Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir tillögurnar á gráu svæði og mikilvægt sé að halda áfram með þá vinnu sem nú þegar hafi verið unnin. Foreldrum sé vissulega frjálst að útvega börnunum sínum hverja þá áfallahjálp sem henti, en fulltrúar trúarhópa muni ekki sinna þessum störfum af hálfu skólans á skólatíma. „Skólinn hefur sitt hlutverk og kirkjan sitt. Hvor stofnun fyrir sig á að virða hlutverk hinnar, en til þess verður að móta skýrar reglur.“ Margrét segir mikilvægt að taka fram hvaða atriði felist ekki í hugmyndum mannréttindaráðs. Hún nefnir þar breytingar á námsefni eins og kristinfræði, jólaföndri, sálmasöng og öðru slíku. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir mestu máli skipta að málið sé unnið í sátt borgar og kirkju. Ekki sé ráðlegt að taka burt samstarf sem verið hafi til staðar í áratugi án þess að hafa um það samráð beggja aðila. „Það er grundvallaratriði að virða trúfrelsi fólks, en einnig rétt fólks til trúar,“ segir Björk. sunna@frettabladid.is séra halldór reynisson Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar, segir tillögur meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkur um breytingar á samstarfi skóla og kirkjunnar koma sér á óvart. Hann segist ekki hafa heyrt af óánægju meðal skólastjórnenda varðandi samstarfið. Nái breytingartillögurnar fram að ganga munu embættismenn trúfélaga ekki lengur starfa á nokkurn hátt í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfi kirkju og skóla verður hætt, sem og heimsóknir barna í kirkjur og fermingarfræðsla á skólatíma. Þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skal kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga frekar en fulltrúa trúfélaga. Varðandi þá tillögu að fagfólk eins og sálfræðingar eigi að annast áfallahjálp í skólum frekar en prestar segir Halldór að fáir vinni eins mikið með sorg og áföll. „Við erum fagfólkið,“ segir hann. „Þegar um mjög alvarleg áföll eins og dauðsföll er að ræða eru það mál sem við erum fagaðilar í. Ef það má ekki kalla okkur til að gæta að velferð barnanna er ekki verið að tryggja þeim börnum hina bestu þjónustu.“ Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir tillögurnar á gráu svæði og mikilvægt sé að halda áfram með þá vinnu sem nú þegar hafi verið unnin. Foreldrum sé vissulega frjálst að útvega börnunum sínum hverja þá áfallahjálp sem henti, en fulltrúar trúarhópa muni ekki sinna þessum störfum af hálfu skólans á skólatíma. „Skólinn hefur sitt hlutverk og kirkjan sitt. Hvor stofnun fyrir sig á að virða hlutverk hinnar, en til þess verður að móta skýrar reglur.“ Margrét segir mikilvægt að taka fram hvaða atriði felist ekki í hugmyndum mannréttindaráðs. Hún nefnir þar breytingar á námsefni eins og kristinfræði, jólaföndri, sálmasöng og öðru slíku. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir mestu máli skipta að málið sé unnið í sátt borgar og kirkju. Ekki sé ráðlegt að taka burt samstarf sem verið hafi til staðar í áratugi án þess að hafa um það samráð beggja aðila. „Það er grundvallaratriði að virða trúfrelsi fólks, en einnig rétt fólks til trúar,“ segir Björk. sunna@frettabladid.is séra halldór reynisson
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira