Ættleiðingar á eigin vegum til skoðunar magnusl@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 05:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skoðar milliliðalausar ættleiðingar. Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleiðingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögulega vegna sögu álfunnar í tengslum við þrælahald og slíkt," segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista," sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegnum félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreytingar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ættleiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjákvæmilegar," sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýstingur á stjórnvöld að breyta sinni framkvæmd en bætti við: „Fyrir grundvallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðanir á að taka að óathuguðu máli." Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsamþykkis lengdur þannig að aldurshámarkið á Íslandi er nú töluvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Innlent Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleiðingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögulega vegna sögu álfunnar í tengslum við þrælahald og slíkt," segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista," sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegnum félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreytingar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ættleiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjákvæmilegar," sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýstingur á stjórnvöld að breyta sinni framkvæmd en bætti við: „Fyrir grundvallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðanir á að taka að óathuguðu máli." Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsamþykkis lengdur þannig að aldurshámarkið á Íslandi er nú töluvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum.
Innlent Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira