Milljón tonn á land 22. október 2010 04:00 Á AFMÆLISDAGINN Skipið liggur við landfestar á Akranesi, tilbúið á loðnuveiðar. Litla myndin er tekin daginn sem Víkingur kom til Akraness í fyrsta sinn árið 1960.mynd/karl sigurjónsson sjávarútvegur Það eru liðin 50 ár frá því að tog- og nótaskipið Víkingur AK 100 kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akranesi. Þessa var minnst á Akranesi í gær með pompi og prakt. Víkingur hefur fært rétt tæplega milljón tonna afla að landi og því leitun að öðru eins happafleyi. Að sögn Karls Sigurjónssonar, skipaeftirlitsmanns HB Granda á Akranesi, var skipið smíðað í Þýskalandi árið 1960 og var við komuna til landsins meðal stærstu og fullkomnustu fiskiskipa landsins. Víkingur átti þrjú systurskip, Maí GK 346, Frey RE 1 og Sigurð ÍS 33, sem öll reyndust afar vel. Skipið hefur alla tíð verið gert út frá Akranesi og var upphaflega smíðað sem síðutogari til karfaveiða við Nýfundnaland. Víkingur hefur þó aðallega þjónað sem nótaskip og hefur frá upphafi ýmist verið aflahæsta skipið eða með þeim aflahæstu í sínum flokki. Aflinn á þessari hálfu öld er rúmlega 930 þúsund tonn og þar af er bolfiskaflinn frá togaraárunum um 46 þúsund tonn. Víkingur hefur undanfarin ár lengst af legið í höfn á Akranesi en að sögn Karls er það klárt á loðnuveiðar. Fyrirtækið á Víking skuldlausan en það sem réttlætir tilveru hans eftir öll þessi ár er eftirfarandi: „Það er hellingur eftir í þessari sjóborg þó að búnaðurinn sé kominn til ára sinna,“ segir Karl. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
sjávarútvegur Það eru liðin 50 ár frá því að tog- og nótaskipið Víkingur AK 100 kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akranesi. Þessa var minnst á Akranesi í gær með pompi og prakt. Víkingur hefur fært rétt tæplega milljón tonna afla að landi og því leitun að öðru eins happafleyi. Að sögn Karls Sigurjónssonar, skipaeftirlitsmanns HB Granda á Akranesi, var skipið smíðað í Þýskalandi árið 1960 og var við komuna til landsins meðal stærstu og fullkomnustu fiskiskipa landsins. Víkingur átti þrjú systurskip, Maí GK 346, Frey RE 1 og Sigurð ÍS 33, sem öll reyndust afar vel. Skipið hefur alla tíð verið gert út frá Akranesi og var upphaflega smíðað sem síðutogari til karfaveiða við Nýfundnaland. Víkingur hefur þó aðallega þjónað sem nótaskip og hefur frá upphafi ýmist verið aflahæsta skipið eða með þeim aflahæstu í sínum flokki. Aflinn á þessari hálfu öld er rúmlega 930 þúsund tonn og þar af er bolfiskaflinn frá togaraárunum um 46 þúsund tonn. Víkingur hefur undanfarin ár lengst af legið í höfn á Akranesi en að sögn Karls er það klárt á loðnuveiðar. Fyrirtækið á Víking skuldlausan en það sem réttlætir tilveru hans eftir öll þessi ár er eftirfarandi: „Það er hellingur eftir í þessari sjóborg þó að búnaðurinn sé kominn til ára sinna,“ segir Karl. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira