Sturla: Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2010 22:18 Sturla Ásgeirsson. Sturla Ásgeirsson tryggði Valsmönnum 29-28 sigur á Fram í kvöld með því að skora sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok. „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið dramatískt hjá okkur," sagði Sturla eftir leikinn. „Við byrjuðum rosalega vel og höfðum gott tak á þeim í byrjum. Við klikkuðum síðan á alltof mörgum dauðafærum og missum dampinn. Við komum inn í seinni hálfleik og erum aðeins skárri en ekki nógu gott því við lendum fjórum mörkum undir," segir Sturla. „Þá allt í einu áttum við okkur á því að þetta er að verða búið og það er eins gott að fara að gera eitthvað. Sem betur fer hafðist það því þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Sturla en Valsliðið vann síðustu fimmtán mínútur leikssins 9-4. „Við erum búnir að lenda svo illa í því í vetur að þessi staða var ekkert svo slæm miðað við margt annað. Þetta var frábær karakter hjá liðinu. Við breyttum um vörn, Bubbi kom aftur í markið og einhvern veginn small þetta hjá okkur," sagði Sturla. „Þeir áttu erfitt með að komast í skot. Við gengum á lagið og fengum þarna nokkur hraðaupphlaupsmörk og uppskárum sigur. Það var náttúrulega sætt að skora sigurmarkið en ég var búinn að klikka svo oft áður að þetta var kannski uppreisn æru fyrir mig," sagði Sturla hógvær. „Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið sem er náttúrulega frábært en svo verðum við að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að koma vel stemmdir eftir áramót því það er nóg eftir af þessu móti. við viljum skríða upp töfluna, koma okkur almennilega úr þessari fallbaráttu og vonandi enda í efri hlutanum," sagði Sturla. Það var mikill munur á Valsliðinu í kvöld og Valsliðinu sem tapaði með 17 marka mun fyrir Fram fyrr í vetur. "Það er langt síðan að við töpuðum svona illa fyrir þeim og það er allt annar gír í mannskapnum hjá okkur. Við sýnum frábæran karkter með því að klára þetta í staðinn fyrir að brotna niður eins og í mörgum öðrum leikjum í vetur," sagði Sturla að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Sturla Ásgeirsson tryggði Valsmönnum 29-28 sigur á Fram í kvöld með því að skora sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok. „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið dramatískt hjá okkur," sagði Sturla eftir leikinn. „Við byrjuðum rosalega vel og höfðum gott tak á þeim í byrjum. Við klikkuðum síðan á alltof mörgum dauðafærum og missum dampinn. Við komum inn í seinni hálfleik og erum aðeins skárri en ekki nógu gott því við lendum fjórum mörkum undir," segir Sturla. „Þá allt í einu áttum við okkur á því að þetta er að verða búið og það er eins gott að fara að gera eitthvað. Sem betur fer hafðist það því þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Sturla en Valsliðið vann síðustu fimmtán mínútur leikssins 9-4. „Við erum búnir að lenda svo illa í því í vetur að þessi staða var ekkert svo slæm miðað við margt annað. Þetta var frábær karakter hjá liðinu. Við breyttum um vörn, Bubbi kom aftur í markið og einhvern veginn small þetta hjá okkur," sagði Sturla. „Þeir áttu erfitt með að komast í skot. Við gengum á lagið og fengum þarna nokkur hraðaupphlaupsmörk og uppskárum sigur. Það var náttúrulega sætt að skora sigurmarkið en ég var búinn að klikka svo oft áður að þetta var kannski uppreisn æru fyrir mig," sagði Sturla hógvær. „Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið sem er náttúrulega frábært en svo verðum við að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að koma vel stemmdir eftir áramót því það er nóg eftir af þessu móti. við viljum skríða upp töfluna, koma okkur almennilega úr þessari fallbaráttu og vonandi enda í efri hlutanum," sagði Sturla. Það var mikill munur á Valsliðinu í kvöld og Valsliðinu sem tapaði með 17 marka mun fyrir Fram fyrr í vetur. "Það er langt síðan að við töpuðum svona illa fyrir þeim og það er allt annar gír í mannskapnum hjá okkur. Við sýnum frábæran karkter með því að klára þetta í staðinn fyrir að brotna niður eins og í mörgum öðrum leikjum í vetur," sagði Sturla að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira