Umfjöllun: Akureyri enn ósigrað Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 11. nóvember 2010 19:45 Fréttablaðið/Valli Akureyringar tróna enn taplausir á toppi N1-deildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Selfyssingum í kvöld. Lokatölur 34-29. Akureyringar spiluðu 5-1 vörn og tók Oddur að sér að taka Ragnar úr umferð. Selfyssingar spiluðu einnig 5-1 vörn, þar var Heimir tekinn úr umferð, auk þess sem vörnin spilaði ögn fyrir framan línuna. Jafnt var á flestum tölum í upphafi leiks en Geir Guðmundsson skoraði fyrstu fimm mörk Akureyrar úr jafn mörgum skotum. Í stöðunni 6-6 eftir rúmar tíu mínútur skildu leiðir. Vörn Akureyrar small þá í gang og Sveinbjörn varði vel. Selfyssingar fundu engar glufur á vörninni og skoruðu ekki í tíu mínútur. Á meðan breytti Akureyri stöðunni í 11-6. Það var ekki fyrr en Birkir fór að verja að Selfyssingar minnkuðu muninn. Birkir reyndi auk þess tvö skot yfir allan völlinn í fyrri hálfleik, annað fór yfir en Sveinbjörn henti sér að hætti knattspyrnumarkmanna og varði hitt. Selfyssingar vilja spila hraðar sóknir og keyrðu á Akureyringa. Á stundum vantaði betri ákvarðanatökur sem oft vill verða á þessum hraða. Þeir náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé með því að skora þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Hálfleikstölur voru 15-13. Sveinbjörn varði fjórtán skot í fyrri halfleik, ótrúlegar tölur. Reyndar voru þrjú þeirra með þeim hætti að vörnin varði boltann og hann fór beint og hægt til markmannsins sem þurfti þó einu sinni að kasta sér á bolta sem var á leið í horn.Hálfleiksræða Sebastians Alexanderssonar var stutt í Selfossklefanum og leikmenn voru allir komnir út á völl löngu fyrir seinni hálfleikinn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Indíánavörn Selfoss. Virkaði vel í fyrri í eitt skipti, ágætlega í seini.Selfyssingar spila svokallaða Indíánavörn, maður á mann um allan völl, þegar þeir eru fleiri inni á vellinum. Það virkaði ágætlega en brást líka. Í upphafi seinni hálfleiks unnu þeir til að mynda boltann og skoruðu en Oddur skoraði strax á eftir úr hraðri sókn. Akureyringar voru skrefinu á undan allan síðari hálfleikinn. Sveinbjörn datt niður í markvörslunni en kom svo sterkur inn aftur. Vörn þeirra hélt ágætlega og Selfyssingar voru einfaldlwega númeri of litlir. Akureyri hélt fjögurra til fimm marka forystu út leikinn. Bjarni Fritzson var markahæstur í liði Akureyrar og Geir var einnig góður. Sveinbjörn stóð vel fyrir sínu en vörnin var mjög góð, með Guðlaug sem fyrr í broddi fylkingar. Selfyssingar léku ágætlega, Ragnar var fínn í sókninni en skotnýting hans hefði getað verið betri. Guðjón Drengsson var þó besti maður liðsins, þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins sýndi Guðjón að hann á ýmislegt eftir á tankinum. Akureyringar eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar en Selfoss hefur tvö stig við botninn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }@font-face { font-family: "Lucida Grande"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri – Selfoss 34-29 (15-13) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (11), Geir Guðmundsson 8 (11), Oddur Gretarsson 5 (8), Guðlaugur Arnarsson 4 (5) , Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24 (53, 45%), Stefán U. Guðnason 1 (2, 50%). Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Heimir, Guðmundur, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur 2, Oddur 2, Geir).Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/2 (17), Guðjón F. Drengsson 7 (8), Árni Steinþórsson 4 (6), Einar Héðinsson 3 (5), Atli Kristinsson 3 (10), Ómar Helgason 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (2), Helgi Héðinsson 1 (4), Eyþór Lárusson 0 (3).Varin skot: Birkir Bragason 12 (40 mörk, 30%, 14), Helgi Hlynsson 0 (6, 0%) Hraðaupphlaup: 4 (Guðjón 3, Árni). Fiskuð víti: 3 (Ragnar 2, Einar).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Akureyringar tróna enn taplausir á toppi N1-deildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Selfyssingum í kvöld. Lokatölur 34-29. Akureyringar spiluðu 5-1 vörn og tók Oddur að sér að taka Ragnar úr umferð. Selfyssingar spiluðu einnig 5-1 vörn, þar var Heimir tekinn úr umferð, auk þess sem vörnin spilaði ögn fyrir framan línuna. Jafnt var á flestum tölum í upphafi leiks en Geir Guðmundsson skoraði fyrstu fimm mörk Akureyrar úr jafn mörgum skotum. Í stöðunni 6-6 eftir rúmar tíu mínútur skildu leiðir. Vörn Akureyrar small þá í gang og Sveinbjörn varði vel. Selfyssingar fundu engar glufur á vörninni og skoruðu ekki í tíu mínútur. Á meðan breytti Akureyri stöðunni í 11-6. Það var ekki fyrr en Birkir fór að verja að Selfyssingar minnkuðu muninn. Birkir reyndi auk þess tvö skot yfir allan völlinn í fyrri hálfleik, annað fór yfir en Sveinbjörn henti sér að hætti knattspyrnumarkmanna og varði hitt. Selfyssingar vilja spila hraðar sóknir og keyrðu á Akureyringa. Á stundum vantaði betri ákvarðanatökur sem oft vill verða á þessum hraða. Þeir náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé með því að skora þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Hálfleikstölur voru 15-13. Sveinbjörn varði fjórtán skot í fyrri halfleik, ótrúlegar tölur. Reyndar voru þrjú þeirra með þeim hætti að vörnin varði boltann og hann fór beint og hægt til markmannsins sem þurfti þó einu sinni að kasta sér á bolta sem var á leið í horn.Hálfleiksræða Sebastians Alexanderssonar var stutt í Selfossklefanum og leikmenn voru allir komnir út á völl löngu fyrir seinni hálfleikinn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Indíánavörn Selfoss. Virkaði vel í fyrri í eitt skipti, ágætlega í seini.Selfyssingar spila svokallaða Indíánavörn, maður á mann um allan völl, þegar þeir eru fleiri inni á vellinum. Það virkaði ágætlega en brást líka. Í upphafi seinni hálfleiks unnu þeir til að mynda boltann og skoruðu en Oddur skoraði strax á eftir úr hraðri sókn. Akureyringar voru skrefinu á undan allan síðari hálfleikinn. Sveinbjörn datt niður í markvörslunni en kom svo sterkur inn aftur. Vörn þeirra hélt ágætlega og Selfyssingar voru einfaldlwega númeri of litlir. Akureyri hélt fjögurra til fimm marka forystu út leikinn. Bjarni Fritzson var markahæstur í liði Akureyrar og Geir var einnig góður. Sveinbjörn stóð vel fyrir sínu en vörnin var mjög góð, með Guðlaug sem fyrr í broddi fylkingar. Selfyssingar léku ágætlega, Ragnar var fínn í sókninni en skotnýting hans hefði getað verið betri. Guðjón Drengsson var þó besti maður liðsins, þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins sýndi Guðjón að hann á ýmislegt eftir á tankinum. Akureyringar eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar en Selfoss hefur tvö stig við botninn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }@font-face { font-family: "Lucida Grande"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri – Selfoss 34-29 (15-13) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (11), Geir Guðmundsson 8 (11), Oddur Gretarsson 5 (8), Guðlaugur Arnarsson 4 (5) , Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24 (53, 45%), Stefán U. Guðnason 1 (2, 50%). Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Heimir, Guðmundur, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur 2, Oddur 2, Geir).Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/2 (17), Guðjón F. Drengsson 7 (8), Árni Steinþórsson 4 (6), Einar Héðinsson 3 (5), Atli Kristinsson 3 (10), Ómar Helgason 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (2), Helgi Héðinsson 1 (4), Eyþór Lárusson 0 (3).Varin skot: Birkir Bragason 12 (40 mörk, 30%, 14), Helgi Hlynsson 0 (6, 0%) Hraðaupphlaup: 4 (Guðjón 3, Árni). Fiskuð víti: 3 (Ragnar 2, Einar).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn