Bæjarstjórinn hvorki sár né reiður 28. febrúar 2010 16:19 „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég," segir Gísli sem var ekki meðal sex efstu í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akranesi. „Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Gísli sem ekki er bæjarfulltrúi var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006. Hann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjörinu sem fór fram í gær. Gísli segir að hann hafi vantað þrjú atkvæði til að ná umræddu sæti. Frambjóðendur í næstu sætum hafi fengið fína kosningu og því hafi hann hrapað niður listann. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hafnaði í fyrsta sæti en Halldór Jónsson, fjármálstjóri, sóttist einnig eftir oddvitasætinu. „Ég var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við Gunnar þannig að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar settu ekki atkvæði á karlinn," segir Gísli. „Þetta er ágætlega skipaður listi og það hefði líka verið vesen ef karlar hefðu raðast upp í þrjú efstu sætin. Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi," segir bæjarstjórinn. Gísli fullyrðir að bæjarbúar séu almennt sáttir með störf hans sem bæjarstjóri. Hann njóti stuðnings út fyrir raðir flokksbundinna sjálfstæðismanna. Gísli var um árabil þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. „Núna klára ég mína vinnu. Henni lýkur samkvæmt samningi við næstu bæjarstjórnarkosningar," segir Gísli. Aðspurður hvort hann vilji starfa áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum segir hann: „Það kemur alveg til greina en það hefur ekki verið rætt." Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Gísli sem ekki er bæjarfulltrúi var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006. Hann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjörinu sem fór fram í gær. Gísli segir að hann hafi vantað þrjú atkvæði til að ná umræddu sæti. Frambjóðendur í næstu sætum hafi fengið fína kosningu og því hafi hann hrapað niður listann. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hafnaði í fyrsta sæti en Halldór Jónsson, fjármálstjóri, sóttist einnig eftir oddvitasætinu. „Ég var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við Gunnar þannig að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar settu ekki atkvæði á karlinn," segir Gísli. „Þetta er ágætlega skipaður listi og það hefði líka verið vesen ef karlar hefðu raðast upp í þrjú efstu sætin. Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi," segir bæjarstjórinn. Gísli fullyrðir að bæjarbúar séu almennt sáttir með störf hans sem bæjarstjóri. Hann njóti stuðnings út fyrir raðir flokksbundinna sjálfstæðismanna. Gísli var um árabil þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. „Núna klára ég mína vinnu. Henni lýkur samkvæmt samningi við næstu bæjarstjórnarkosningar," segir Gísli. Aðspurður hvort hann vilji starfa áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum segir hann: „Það kemur alveg til greina en það hefur ekki verið rætt."
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28