Umfjöllun: Jarvis skaut ÍR í úrslitakeppnina Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. mars 2010 22:22 Robert Jarvis á ferðinni í kvöld. Mynd/Anton Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Heimamenn í ÍR mættu vel klárir í slaginn gegn Grindavík. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur í fyrstu fimm skotum sínum. Robert Jarvis fremstur í flokki, stjórnaði liði ÍR eins og herforingi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta. ÍR-ingar sjóðheitir fyrir utan og svöruðu með þriggja stiga körfu sem kom þeim yfir á nýjan leik, 29-27. Leikurinn var hraður sem fyrr og frábær stemning í húsinu. Það var greinilegt að það var aldrei inn í myndinni hjá heimamönnum að rétta Grindvíkingum sigurinn. Þeir spiluðu mjög vel í bæði vörn og sókn og gestirnir gerðu sér grein fyrir því að það væri langt kvöld fram undan fyrir þá í Breiðholtinu. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, lét þó vita af sér og bauð upp á troðslur af dýrari gerðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. Gestirnir frá Grindavík sýndu fína takta og náðu að koma sér yfir rétt fyrir leikhlé. Arnar Freyr Jónsson skoraði lykilkörfu með tilþrifum sem að gaf Grindvíkingum kost á að anda í leikhlé. Darrel Flake var grimmur í sókninni, stigahæstur gestaliðsins með 18 stig í hálfleik. Staðan 48-53 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik komust gestirnir skrefinu á undan og leiddu leikinn. Grindvíkingar voru sterkari á flestum sviðum og börðu stemninguna úr liði heimamanna. Staðan eftir þriðja leikhluta, 62-69. En ÍR-ingar virtust eiga nóg inni. Robert Jarvis hélt sínum mönnum inn í leiknum og fór mikinn í liði ÍR-inga eins og áður kom fram. Það var mikil spenna og heimamenn jöfnuðu leikinn þegar að fimm minútur voru eftir. Þeir komu frábærir til baka og leikurinn galopinn. ÍR komst yfir í kjölfarið með þrist frá Steinari Arasyni og á þessum tímapunkti voru allir áhorfendur staðnir upp í Breiðholtinu. Allt brjálað innan sem utan vallar. Það virtist enginn maður í húsinu geta stöðvað Robert Jarvis og hann kláraði dæmið fyrir heimamenn. Grindvíkingar klóruðu í bakkan en það reyndist ekki nóg og lokatölur 91-89 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Robert Jarvis skoraði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem að geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppnina. Nemanja Sovic átti einnig góðan leik en hann skoraði 22 stig í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Flake áttu allir góðan leik fyrir Grindavík í kvöld en það reyndist ekki nóg að þessu sinni. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Heimamenn í ÍR mættu vel klárir í slaginn gegn Grindavík. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur í fyrstu fimm skotum sínum. Robert Jarvis fremstur í flokki, stjórnaði liði ÍR eins og herforingi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta. ÍR-ingar sjóðheitir fyrir utan og svöruðu með þriggja stiga körfu sem kom þeim yfir á nýjan leik, 29-27. Leikurinn var hraður sem fyrr og frábær stemning í húsinu. Það var greinilegt að það var aldrei inn í myndinni hjá heimamönnum að rétta Grindvíkingum sigurinn. Þeir spiluðu mjög vel í bæði vörn og sókn og gestirnir gerðu sér grein fyrir því að það væri langt kvöld fram undan fyrir þá í Breiðholtinu. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, lét þó vita af sér og bauð upp á troðslur af dýrari gerðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. Gestirnir frá Grindavík sýndu fína takta og náðu að koma sér yfir rétt fyrir leikhlé. Arnar Freyr Jónsson skoraði lykilkörfu með tilþrifum sem að gaf Grindvíkingum kost á að anda í leikhlé. Darrel Flake var grimmur í sókninni, stigahæstur gestaliðsins með 18 stig í hálfleik. Staðan 48-53 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik komust gestirnir skrefinu á undan og leiddu leikinn. Grindvíkingar voru sterkari á flestum sviðum og börðu stemninguna úr liði heimamanna. Staðan eftir þriðja leikhluta, 62-69. En ÍR-ingar virtust eiga nóg inni. Robert Jarvis hélt sínum mönnum inn í leiknum og fór mikinn í liði ÍR-inga eins og áður kom fram. Það var mikil spenna og heimamenn jöfnuðu leikinn þegar að fimm minútur voru eftir. Þeir komu frábærir til baka og leikurinn galopinn. ÍR komst yfir í kjölfarið með þrist frá Steinari Arasyni og á þessum tímapunkti voru allir áhorfendur staðnir upp í Breiðholtinu. Allt brjálað innan sem utan vallar. Það virtist enginn maður í húsinu geta stöðvað Robert Jarvis og hann kláraði dæmið fyrir heimamenn. Grindvíkingar klóruðu í bakkan en það reyndist ekki nóg og lokatölur 91-89 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Robert Jarvis skoraði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem að geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppnina. Nemanja Sovic átti einnig góðan leik en hann skoraði 22 stig í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Flake áttu allir góðan leik fyrir Grindavík í kvöld en það reyndist ekki nóg að þessu sinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira