Segja umferðarþunga rekast á náttúruvernd 1. október 2010 05:15 Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til í verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn að ýmsum slóðum og vegum verði lokað fyrir umferð. Í sameiginlegu svari stjórnar þjóðgarðsins til allra þeirra ríflega tvö hundruð aðila sem gerðu athugasemdir við upphaflega verndaráætlun er bent á að markmið með stofnun náttúruverndarsvæðis sé að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar. „Í seinni tíð hefur umferð ökutækja um svæðið aukist til muna og kortlögðum akstursleiðum um þjóðgarðinn fjölgað að sama skapi," segir stjórnin. „Þótt aðgengi almennings að þjóðgarðinum með þessum hætti sé almennt af hinu góða er svo komið að fjölgun ökuleiða rekst á markmið náttúruverndar og áherslu á verndun víðerna með þeirri upplifun sem þau bjóða. Stjórn þjóðgarðsins hlaut því að taka af skarið." Meðal þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir við áætlun stjórnar þjóðgarðsins er svokölluð „ferðafrelsisnefnd" Eyjafjarðardeildar ferðaklúbbsins 4x4. Hún mótmælir sérstaklega lokun fjögurra akvega. Þetta eru leið norðan Dyngjufjalla, slóði sunnan Vaðöldu, stytting inn á veg um Dyngjufjalladal og vegur um gömlu vöðin á Gæsavatnaleið. „Höfundar áætlunarinnar ætla að komast upp með að LOKA leiðum án rökstuðnings og allrar umfjöllunar," segir í athugasemdum Eyjafjarðardeildarinnar, sem meðal annars ræðir um afar umdeilda lokun vegar um Vonarskarð. „Þessi leið liggur einungis um grjót og sanda (hverfur jafnvel milli ára) og akstur um þessa leið í Vonarskarði truflar alls ekki göngumenn gangandi á Snapadal eða á hverasvæðinu." Þá gagnrýna jeppamennirnir að leggja eigi áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíla: „Í rannsóknargögnum Vegagerðar ríkisins kemur fram að akstur einnar stórrar bifreiðar sé jafn slítandi á vegi og nokkrar tugþúsundir einkabíla." Eyjafjarðardeildin segist ekki eingöngu hafa eigin hagsmuni í huga. „Þó svo að telja megi að við höfum einungis sjónarmið jeppamennsku að leiðarljósi, þá er það staðreynd að mjög fáir gestir, nýtingaraðilar (smalar, veiðimenn og svo framvegis), og einnig starfsmenn þjóðgarðsins munu vart komast leiðar sinnar án vegslóða innan hans og góðra aðkomuleiða." Eins og fram hefur komið ætla ýmsir hópar að koma saman í Vonarskarði á morgun til að mótmæla áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki hefur náðst tal af formanni stjórnarinnar né umhverfisráðherra sem taka á ákvörðun um áætlunina. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til í verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn að ýmsum slóðum og vegum verði lokað fyrir umferð. Í sameiginlegu svari stjórnar þjóðgarðsins til allra þeirra ríflega tvö hundruð aðila sem gerðu athugasemdir við upphaflega verndaráætlun er bent á að markmið með stofnun náttúruverndarsvæðis sé að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar. „Í seinni tíð hefur umferð ökutækja um svæðið aukist til muna og kortlögðum akstursleiðum um þjóðgarðinn fjölgað að sama skapi," segir stjórnin. „Þótt aðgengi almennings að þjóðgarðinum með þessum hætti sé almennt af hinu góða er svo komið að fjölgun ökuleiða rekst á markmið náttúruverndar og áherslu á verndun víðerna með þeirri upplifun sem þau bjóða. Stjórn þjóðgarðsins hlaut því að taka af skarið." Meðal þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir við áætlun stjórnar þjóðgarðsins er svokölluð „ferðafrelsisnefnd" Eyjafjarðardeildar ferðaklúbbsins 4x4. Hún mótmælir sérstaklega lokun fjögurra akvega. Þetta eru leið norðan Dyngjufjalla, slóði sunnan Vaðöldu, stytting inn á veg um Dyngjufjalladal og vegur um gömlu vöðin á Gæsavatnaleið. „Höfundar áætlunarinnar ætla að komast upp með að LOKA leiðum án rökstuðnings og allrar umfjöllunar," segir í athugasemdum Eyjafjarðardeildarinnar, sem meðal annars ræðir um afar umdeilda lokun vegar um Vonarskarð. „Þessi leið liggur einungis um grjót og sanda (hverfur jafnvel milli ára) og akstur um þessa leið í Vonarskarði truflar alls ekki göngumenn gangandi á Snapadal eða á hverasvæðinu." Þá gagnrýna jeppamennirnir að leggja eigi áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíla: „Í rannsóknargögnum Vegagerðar ríkisins kemur fram að akstur einnar stórrar bifreiðar sé jafn slítandi á vegi og nokkrar tugþúsundir einkabíla." Eyjafjarðardeildin segist ekki eingöngu hafa eigin hagsmuni í huga. „Þó svo að telja megi að við höfum einungis sjónarmið jeppamennsku að leiðarljósi, þá er það staðreynd að mjög fáir gestir, nýtingaraðilar (smalar, veiðimenn og svo framvegis), og einnig starfsmenn þjóðgarðsins munu vart komast leiðar sinnar án vegslóða innan hans og góðra aðkomuleiða." Eins og fram hefur komið ætla ýmsir hópar að koma saman í Vonarskarði á morgun til að mótmæla áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki hefur náðst tal af formanni stjórnarinnar né umhverfisráðherra sem taka á ákvörðun um áætlunina. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira