Stríðsmenn og prinsessur Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. júlí 2010 06:00 Það er vandi að ala upp börn. Ekki síst í samfélagi sem er í sífelldri þróun og viðhorf sem voru viðtekin í gær standast ekki kröfur okkar í dag. Gera verður ráð fyrir að þorri foreldra leitist við að búa börn sín undir að takast á við jafnveigamikil verkefni í lífinu, óháð kyni þeirra. Þó hefur gengið heldur illa að takast á við staðalímyndir kynja og hjálpast þar margt að. Til boða stendur endalaus varningur sem stílaður er inn á hvort kyn fyrir sig. Foreldrar og aðrir sem þykir vænt um börnin og vilja ekkert nema það besta fyrir þau gá ekki að sér og kaupa þetta dót. Hér áður var þetta einfaldara, bílar fyrir drengi og brúður fyrir stúlkur; leikföng sem endurspegluðu þann veruleika sem talinn var bíða barnanna. Nú er það að stefna flestra, að minnsta kosti í orði, að búa börn sín undir fulla þátttöku bæði í atvinnulífi og störfum sem snúa að fjölskyldu og heimili. Þó er skiptingin á leikfanga- og barnavörumarkaðinum orðin mun umfangsmeiri en áður var, vissulega í samhengi við öran vöxt markaðar með barnavarning alls kyns. Fyrir drengi eru í boði margháttuð vopn. Sömuleiðis karlar sem eru færir um að fremja illvirki svo dæmi séu tekin. Stúlkum er meðal annars boðið upp á prinsessuvarning og snyrtivörur. Þessi andi endurspeglast einnig í stórum hluta þess fatnaðar sem falboðinn er fyrir börn. Þetta kann að virðast saklaust en á þó sinn þátt í því að móta kynhlutverk barnanna; drengir eru gerendur og mega jafnvel samsama sig með hálfgerðum eða algerum illvirkjum. Hlutverk stúlknanna er að vera sætar prinsessur. Skörin er svo farin að færast verulega upp í bekkinn þegar grunnskólinn býður upp á valnámskeið fyrir unglinga þar sem ýtt er undir gömlu staðalímyndirnar. Í markmiðsgrein grunnskólalaga segir meðal annars að hlutverk grunnskólans sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Meðal þess sem móta á starfshætti grunnskólans er jafnrétti og virðing fyrir manngildi. Þá skal grunnskólinn stuðla að víðsýni og efla skilning nemenda á íslensku samfélagi, auk þess sem grunnskólinn skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda. Líklega var fátt af fyrrnefndu ofarlega í huga þeirra sem bjuggu til námslýsingu valnámskeiða á unglingastigi í grunnskólanum á Álftanesi þar sem kenna átti það sem kallað var „helstu áhugamál" bæði drengja og stúlkna. Í stelpuvali átti að kenna hvað væri í tísku og spá í fatnað, skó, liti, förðun og heilsu. Þá átti að skoða hvað fræga fólkið bæði hér á landi og erlendis væri að gera. Þar voru kennslugögn slúðurblöð og netið. Í strákavali var viðfangsefnið úrslit helgarinnar, bílar og bílaíþróttir og tækni og vísindi. Rétt er að taka fram að til stóð að kenna hluta stráka- og stelpuvalsins saman og ræða þar um ólík viðhorf og áhugamál kynjanna. Það er vissulega hollt fyrir ungmenni að velta þeim málum fyrir sér en í grunnskólanum fer betur á því að setja þá umræðu í samband við uppbyggilegra námsefni en það að skerpa á stöðnuðum staðalímyndum um það hver séu áhugamál pilta og stúlkna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Það er vandi að ala upp börn. Ekki síst í samfélagi sem er í sífelldri þróun og viðhorf sem voru viðtekin í gær standast ekki kröfur okkar í dag. Gera verður ráð fyrir að þorri foreldra leitist við að búa börn sín undir að takast á við jafnveigamikil verkefni í lífinu, óháð kyni þeirra. Þó hefur gengið heldur illa að takast á við staðalímyndir kynja og hjálpast þar margt að. Til boða stendur endalaus varningur sem stílaður er inn á hvort kyn fyrir sig. Foreldrar og aðrir sem þykir vænt um börnin og vilja ekkert nema það besta fyrir þau gá ekki að sér og kaupa þetta dót. Hér áður var þetta einfaldara, bílar fyrir drengi og brúður fyrir stúlkur; leikföng sem endurspegluðu þann veruleika sem talinn var bíða barnanna. Nú er það að stefna flestra, að minnsta kosti í orði, að búa börn sín undir fulla þátttöku bæði í atvinnulífi og störfum sem snúa að fjölskyldu og heimili. Þó er skiptingin á leikfanga- og barnavörumarkaðinum orðin mun umfangsmeiri en áður var, vissulega í samhengi við öran vöxt markaðar með barnavarning alls kyns. Fyrir drengi eru í boði margháttuð vopn. Sömuleiðis karlar sem eru færir um að fremja illvirki svo dæmi séu tekin. Stúlkum er meðal annars boðið upp á prinsessuvarning og snyrtivörur. Þessi andi endurspeglast einnig í stórum hluta þess fatnaðar sem falboðinn er fyrir börn. Þetta kann að virðast saklaust en á þó sinn þátt í því að móta kynhlutverk barnanna; drengir eru gerendur og mega jafnvel samsama sig með hálfgerðum eða algerum illvirkjum. Hlutverk stúlknanna er að vera sætar prinsessur. Skörin er svo farin að færast verulega upp í bekkinn þegar grunnskólinn býður upp á valnámskeið fyrir unglinga þar sem ýtt er undir gömlu staðalímyndirnar. Í markmiðsgrein grunnskólalaga segir meðal annars að hlutverk grunnskólans sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Meðal þess sem móta á starfshætti grunnskólans er jafnrétti og virðing fyrir manngildi. Þá skal grunnskólinn stuðla að víðsýni og efla skilning nemenda á íslensku samfélagi, auk þess sem grunnskólinn skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda. Líklega var fátt af fyrrnefndu ofarlega í huga þeirra sem bjuggu til námslýsingu valnámskeiða á unglingastigi í grunnskólanum á Álftanesi þar sem kenna átti það sem kallað var „helstu áhugamál" bæði drengja og stúlkna. Í stelpuvali átti að kenna hvað væri í tísku og spá í fatnað, skó, liti, förðun og heilsu. Þá átti að skoða hvað fræga fólkið bæði hér á landi og erlendis væri að gera. Þar voru kennslugögn slúðurblöð og netið. Í strákavali var viðfangsefnið úrslit helgarinnar, bílar og bílaíþróttir og tækni og vísindi. Rétt er að taka fram að til stóð að kenna hluta stráka- og stelpuvalsins saman og ræða þar um ólík viðhorf og áhugamál kynjanna. Það er vissulega hollt fyrir ungmenni að velta þeim málum fyrir sér en í grunnskólanum fer betur á því að setja þá umræðu í samband við uppbyggilegra námsefni en það að skerpa á stöðnuðum staðalímyndum um það hver séu áhugamál pilta og stúlkna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun