Schumacher orðinn snarari í snúningum 13. október 2010 13:43 Michael Schumacher er elsti ökumaðurinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Gengi Michael Schumacher hefur ekki verið eins gott og áhangendur hans vonuðu í Formúlu 1 mótum ársins. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst hraðskreiður og hann segist sjálfur hafa þurft tíma til að finna rétta taktinn. Schumacher ók vel í Japan á sunnudaginn og varð sjötti eftir harða rimmu við liðsfélaga sinn Nico Rosberg. Rosberg flaug útaf þegar eitthvað bilaði í bílnum. Schumacher komst í tíu manna úrslit í tímatökunni og ók af kappi á Suzuka brautinni. "Satt að segja tel ég að ég hafi verið á réttum skrið frá fyrsta hring í mótinu í Singapúr, en þar gerðist eitthvað sem varð til þess að geta bílsins fór þverrandi. Við skoðuðum málið og ástæðan var hin sérkennilegasta", sagði Schumacher í frétt á autosport.com í dag. Schumacher hefur trú á því að hann verði fljótari í framtíðinni og virðist vera ná tökum á tækninni eftir að hafa byrjað aftur eftir þriggja ára hlé. Hann virtist vera með allt á hreinu í Japan. "'Ég veit ekki hvort við getum talað um skref fram á við. Það eru sumar brautir, eins og í Valencia þar sem mér hefur ekki gengið vel. En samspil bíls, dekkja og mín var ekki að virka, en í heildina hefur þetta verið þolanlegt. Þetta hefur ekki verið eins og ég vænti, en ég hef fundið ástæðurnar fyrir þessu og hef góða tilfinningu fyrir framtíðinni", sagði Schumacher. Schumacher er með samning við Mercedes liðið þýska til loka 2013. Hann er 41 árs gamall í dag og elsti ökumaðurinn í Formúlu 1. Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Gengi Michael Schumacher hefur ekki verið eins gott og áhangendur hans vonuðu í Formúlu 1 mótum ársins. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst hraðskreiður og hann segist sjálfur hafa þurft tíma til að finna rétta taktinn. Schumacher ók vel í Japan á sunnudaginn og varð sjötti eftir harða rimmu við liðsfélaga sinn Nico Rosberg. Rosberg flaug útaf þegar eitthvað bilaði í bílnum. Schumacher komst í tíu manna úrslit í tímatökunni og ók af kappi á Suzuka brautinni. "Satt að segja tel ég að ég hafi verið á réttum skrið frá fyrsta hring í mótinu í Singapúr, en þar gerðist eitthvað sem varð til þess að geta bílsins fór þverrandi. Við skoðuðum málið og ástæðan var hin sérkennilegasta", sagði Schumacher í frétt á autosport.com í dag. Schumacher hefur trú á því að hann verði fljótari í framtíðinni og virðist vera ná tökum á tækninni eftir að hafa byrjað aftur eftir þriggja ára hlé. Hann virtist vera með allt á hreinu í Japan. "'Ég veit ekki hvort við getum talað um skref fram á við. Það eru sumar brautir, eins og í Valencia þar sem mér hefur ekki gengið vel. En samspil bíls, dekkja og mín var ekki að virka, en í heildina hefur þetta verið þolanlegt. Þetta hefur ekki verið eins og ég vænti, en ég hef fundið ástæðurnar fyrir þessu og hef góða tilfinningu fyrir framtíðinni", sagði Schumacher. Schumacher er með samning við Mercedes liðið þýska til loka 2013. Hann er 41 árs gamall í dag og elsti ökumaðurinn í Formúlu 1.
Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira