Nick Bradford varð að sætta sig við tap á móti gömlu félögum sínum í Grindavík í Iceland Express deildinni í gærkvöldi en í leiknum á undan hafði Njarðvíkurliðið steinlegið í bikarnum fyrir ennþá eldri félögum Nick úr Keflavík.
Njarðvíkurliðið vann 11 af 13 leikjum sínum með alíslenskt lið en hefur tapað 2 af 4 leikjum sínum með Nick innanborðs. Þegar plús og mínus úr leiknum í gær er skoðað betur kemur í ljós að Njarðvíkurliðið stóð sig miklu betur þegar bandaríski atvinnumaðurinn sat á bekknum.
Nick Bradford var með 12 stig, 2 fráköst og 4 villur á þeim 23 mínútum sem hann spilaði en Njarðvíkurliðið tapaði með 17 stigum, 43-60, þegar hann var inn á vellinum. Njarðvík tapaði öllum fjórum leikköflum hans í leiknum.
Þegar Nick Bradford sat og hvíldi sig á bekknum gekk hinsvegar miklu betur hjá Njarðvíkurliðinu en liðið vann þær 17 mínútur með 14 stigum, 46-32. Það var því 31 stigs sveifla hjá liðinu eftir því hvort liðið var alíslenst eða með bandaríkjamann inn á vellinum.
Sprettir Nick í leiknum: (mínútur:sekúndur)
1.leikhluti
2:06 2-7 (-5)
2. leikhluti
4:18 12-18 (-6)
2. og 3. leikhluti
10:09 16-30 (-14)
4. leikhluti
6:27 13-15 (-2)
Samanlagt: 23:00 43-60 -17
Nick á bekknum í leiknum: (mínútur:sekúndur)
1.leikhluti
7:54 26-18 (+8)
2. leikhluti
2:29 5-5 (0)
3. og 4. leikhluti
6:37 15-9 (+6)
Samanlagt: 17:00 46-32 +14
Tölur uppfærðar á 40 mínútur
Nick inn á vellinum
Stig hjá Njarðvík 74,8
Stig hjá Grindavík 104,3
Plús og mínus -29,6
Nick á bekknum
Stig hjá Njarðvík 108,2
Stig hjá Grindavík 75,3
Plús og mínus +32,9