Ferrari ætlar ekki að áfrýja dómi FIA 25. júlí 2010 19:44 Felipe Massa, Fernando Alonso og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í dag. Mynd: Getty Images Ferrari segir að lið sitt muni ekki afrýja dómi dómara á Hockenheim brautinni í dag. Liðið var dæmt í 100.000 dala sekt og brot þeirra sent áfram til akstursíþróttaráðs FIA. Ferrari var dæmt fyrir það sem virtist liðsskipun, en Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér, eftir að hafa verið í forystu. Alonso vann mótið. Aðstoðarmaður Massa hafði sagt honum að Alonso væri fljótari í brautinni og dómarar túlkuðu það á þann veg að verið væri að segja honum að hleypa Alonso framúr. Það gerðist í það minnsta nokkru síðar. Bannað er í reglum FIA að hagræða úrslitum með liðsskipun. Aðspurður um málið, hvort Massa hefði verið látin hleypa Alonso framúr, sagði Domenciali m.a. í frétt á autosport.com. "Ég veit ekki hvort ég þarf að útskýra hvað liðsskipanir eru. Það sem ég get sagt er að við létum Massa upplýsingar í té. Við höfum séð svipaðar aðstæður, sem hafa skilað liðinu litlum árangri. Það voru upplýsingar sem vildum að hann fengi og við látum ökumenn skilja hvað er liðinu fyrir bestu hverju sinni. Að ná sem hagstæðustum úrslitum", sagði Domenicali. Massa og Alonso sögðu báðir að þeir hefðu gert það sem er best fyrir liðið og þeir væri hluti af liðinu. Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ferrari segir að lið sitt muni ekki afrýja dómi dómara á Hockenheim brautinni í dag. Liðið var dæmt í 100.000 dala sekt og brot þeirra sent áfram til akstursíþróttaráðs FIA. Ferrari var dæmt fyrir það sem virtist liðsskipun, en Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér, eftir að hafa verið í forystu. Alonso vann mótið. Aðstoðarmaður Massa hafði sagt honum að Alonso væri fljótari í brautinni og dómarar túlkuðu það á þann veg að verið væri að segja honum að hleypa Alonso framúr. Það gerðist í það minnsta nokkru síðar. Bannað er í reglum FIA að hagræða úrslitum með liðsskipun. Aðspurður um málið, hvort Massa hefði verið látin hleypa Alonso framúr, sagði Domenciali m.a. í frétt á autosport.com. "Ég veit ekki hvort ég þarf að útskýra hvað liðsskipanir eru. Það sem ég get sagt er að við létum Massa upplýsingar í té. Við höfum séð svipaðar aðstæður, sem hafa skilað liðinu litlum árangri. Það voru upplýsingar sem vildum að hann fengi og við látum ökumenn skilja hvað er liðinu fyrir bestu hverju sinni. Að ná sem hagstæðustum úrslitum", sagði Domenicali. Massa og Alonso sögðu báðir að þeir hefðu gert það sem er best fyrir liðið og þeir væri hluti af liðinu.
Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira