Leita réttar síns eftir þriggja daga fangelsi 22. maí 2010 05:30 Í Leifsstöð Komu tveggja kvenna frá Rúmeníu hingað til lands bar upp á sama tíma og flugsamgöngur röskuðust í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Fréttablaðið/Pjetur Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar konunnar, sem heitir Cristina Domnita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þennan tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hingað komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlendinga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðastliðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar konunnar, sem heitir Cristina Domnita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þennan tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hingað komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlendinga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðastliðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira