Börnin og biðlistarnir Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. febrúar 2010 06:00 Það er svo margt sem blessuð kreppan hefur alið af sér bæði jákvætt og neikvætt. Eitt var það til dæmis sem þótti jákvætt til að byrja með að allt í einu tókst að manna allar stöður á leikskólum um allt land. Það hafði ekki verið hægt í mörg ár og var orðið nánast eins og ófrávíkjanlegt lögmál sem allir tóku sem gefnu. Fólk reiddi sig á sjálfstætt starfandi dagforeldra þegar fæðingarorlofi lauk og barnið fór á biðlista. Þegar fólk missti síðan í unnvörpum vinnuna þegar kreppan skall á, leitaði það í laus störf á leikskólunum. Biðlistarnir þurrkuðust upp og ástandið hafði ekki verið svona gott lengi. Það tognaði síðan á kreppunni eins og allir þekkja. Sparnaðaraðgerða varð þörf alls staðar og þó að sveitarfélögin hafi getað mannað allar stöður í leikskólunum hjá sér í fyrsta sinn árum saman, þurftu þau nú að skera niður. Þá var ákveðið að bíða með að innrita fleiri börn í bili og sjá til. Nú stefnir hinsvegar í vandræði því dagforeldrarnir misstu lifibrauð sitt þegar börnin flykktust inn á leikskólana. Þeir hafa nú margir snúið sér að öðru og biðlistarnir sem hurfu fyrir rúmu ári eru að þéttast upp á nýtt. Enda fjölgaði barneignum í kreppunni. En hvað er þá til ráða? Ekki hafa allir um þann kost að velja að vera heima með börn sín því annað sem kreppan hefur alið af sér er hærra vöruverð, hærri afborganir lána og hærra bensínverð. Það er því kominn upp hálfgerður vítahringur því ekki er um annað að ræða en vinna fyrir reikningunum. Margir verða að bæta við sig aukavinnu eigi þeir nokkurn kost á því. Börnin reka á reiðanum á meðan. Langur vinnudagur hefur reyndar gegnum árin verið einkennandi fyrir landann. Ekki endilega vegna þess að hann hafi alltaf verið nauðsynlegur til að ná endum saman. Langur vinnudagur hefur frekar verið eins og hálfgert þjóðarstolt eða þjóðarremba okkar Íslendinga. Fámenn þjóð en svona líka hörkudugleg! Vinnur myrkrana á milli án þess að blása úr nös og gerir grín að nágrannaþjóðum þar sem allir eru komnir heim á hádegi í lok vikunnar. Nú átti reyndar að horfa til þessara sömu nágrannaþjóða við uppbyggingu nýs velferðarsamfélags á Íslandi. Ríkisstjórnin skrifaði jú undir samstarfið í Norræna húsinu! Mörgum þykir þó ganga full hægt og jafnvel að við höfum frekar fjarlægst drauminn um Nýja Ísland en hitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Það er svo margt sem blessuð kreppan hefur alið af sér bæði jákvætt og neikvætt. Eitt var það til dæmis sem þótti jákvætt til að byrja með að allt í einu tókst að manna allar stöður á leikskólum um allt land. Það hafði ekki verið hægt í mörg ár og var orðið nánast eins og ófrávíkjanlegt lögmál sem allir tóku sem gefnu. Fólk reiddi sig á sjálfstætt starfandi dagforeldra þegar fæðingarorlofi lauk og barnið fór á biðlista. Þegar fólk missti síðan í unnvörpum vinnuna þegar kreppan skall á, leitaði það í laus störf á leikskólunum. Biðlistarnir þurrkuðust upp og ástandið hafði ekki verið svona gott lengi. Það tognaði síðan á kreppunni eins og allir þekkja. Sparnaðaraðgerða varð þörf alls staðar og þó að sveitarfélögin hafi getað mannað allar stöður í leikskólunum hjá sér í fyrsta sinn árum saman, þurftu þau nú að skera niður. Þá var ákveðið að bíða með að innrita fleiri börn í bili og sjá til. Nú stefnir hinsvegar í vandræði því dagforeldrarnir misstu lifibrauð sitt þegar börnin flykktust inn á leikskólana. Þeir hafa nú margir snúið sér að öðru og biðlistarnir sem hurfu fyrir rúmu ári eru að þéttast upp á nýtt. Enda fjölgaði barneignum í kreppunni. En hvað er þá til ráða? Ekki hafa allir um þann kost að velja að vera heima með börn sín því annað sem kreppan hefur alið af sér er hærra vöruverð, hærri afborganir lána og hærra bensínverð. Það er því kominn upp hálfgerður vítahringur því ekki er um annað að ræða en vinna fyrir reikningunum. Margir verða að bæta við sig aukavinnu eigi þeir nokkurn kost á því. Börnin reka á reiðanum á meðan. Langur vinnudagur hefur reyndar gegnum árin verið einkennandi fyrir landann. Ekki endilega vegna þess að hann hafi alltaf verið nauðsynlegur til að ná endum saman. Langur vinnudagur hefur frekar verið eins og hálfgert þjóðarstolt eða þjóðarremba okkar Íslendinga. Fámenn þjóð en svona líka hörkudugleg! Vinnur myrkrana á milli án þess að blása úr nös og gerir grín að nágrannaþjóðum þar sem allir eru komnir heim á hádegi í lok vikunnar. Nú átti reyndar að horfa til þessara sömu nágrannaþjóða við uppbyggingu nýs velferðarsamfélags á Íslandi. Ríkisstjórnin skrifaði jú undir samstarfið í Norræna húsinu! Mörgum þykir þó ganga full hægt og jafnvel að við höfum frekar fjarlægst drauminn um Nýja Ísland en hitt.