Meðvirkni eða ástríðu? Bergsteinn Sigurðsson skrifar 22. janúar 2010 06:00 Ég hef áður viðrað þá kenningu að hlutskipti stuðningsmanna íslensks íþróttalandsliðs sé ekki ósvipað því að eiga alkóhólískan helgarpabba. Oftar en ekki er hann með allt niðrum sig og þegar maður er við það að missa á honum alla trú tekur hann sig á og verður í einu vetfangi besti pabbi í heimi. Alveg þangað til hann hrasar næst. Leikurinn við Serba á þriðjudag rímar vel við þessa kenningu. Ef stuðningsmenn landsliðsins eru eins og börn alkóhólistans eru íslensku íþróttafréttamennirnir eins og afinn og amman sem neita að viðurkenna að litli silfurstrákurinn þeirra eigi við vandamál að stríða. Það þykir til dæmis alltaf mikil ósvinna að dæma skref á íslenska liðið. Strákarnir okkar stíga aldrei of mörg skref - ef þeir gera það er það vegna þess að einhver annar lét þá gera það. Eins og títt er með aðstandendur alkóhólista erum við sem styðjum liðið dálítið meðvirk. Um árið var til dæmis bannað að reiðast yfir lélegu gengi á stórmótum; við áttum alltaf að vera uppbyggileg og hugsa fallega til landsliðsins sama hvað yfir dyndi. Þegar Íslendingar lögðu Spánverja í undanúrslitum í Peking voru fyrstu viðbrögðin ekki þau að við myndum keppa um gullið, heldur að við værum búin að „tryggja okkur silfrið". Og þegar liðið tapaði í úrslitaleiknum var soðinn saman þvættingurinn „gott silfur er gulli betra". Þetta hreinræktaða lúseraviðhorf gengur gegn öllum lögmálum kappleikja; þetta er eins og að segja að tap sé betra en sigur. Það er kominn tími til að spyrna fótum gegn meðvirkninni. Þegar íslenska landsliðið glutrar niður unnum leik í jafntefli er það ekki aðeins réttur okkar, heldur skylda að segja því til syndanna. Við eigum að finna því allt til foráttu að Snorri Steinn var látinn taka vítið í lokin á móti Serbum, búinn að vera ískaldur allan leikinn. Ólíkt vítinu var þetta óverjandi ákvörðun. Þetta var eins og að fá annað tækifæri til að semja um Icesave og senda Svavar Gestsson aftur. Reiðin varir hins vegar aldrei lengur en tilefni er til; það eina sem Snorri Steinn þarf að gera til að komast aftur í náðina er að skora úr næsta víti. Þetta er fegurðin við íþróttir - það er enginn í skotgröfum. Reiðin er bara skjól meðan vonbrigðaélið gengur yfir. Ef við reiddumst ekki þegar landsliðið leikur undir getu myndum við varla gleðjast þegar það stendur sig í stykkinu. Þetta er ekki tvískinnungur heldur ástríða. Og án hennar væri tilgangslaust að eiga landslið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Ég hef áður viðrað þá kenningu að hlutskipti stuðningsmanna íslensks íþróttalandsliðs sé ekki ósvipað því að eiga alkóhólískan helgarpabba. Oftar en ekki er hann með allt niðrum sig og þegar maður er við það að missa á honum alla trú tekur hann sig á og verður í einu vetfangi besti pabbi í heimi. Alveg þangað til hann hrasar næst. Leikurinn við Serba á þriðjudag rímar vel við þessa kenningu. Ef stuðningsmenn landsliðsins eru eins og börn alkóhólistans eru íslensku íþróttafréttamennirnir eins og afinn og amman sem neita að viðurkenna að litli silfurstrákurinn þeirra eigi við vandamál að stríða. Það þykir til dæmis alltaf mikil ósvinna að dæma skref á íslenska liðið. Strákarnir okkar stíga aldrei of mörg skref - ef þeir gera það er það vegna þess að einhver annar lét þá gera það. Eins og títt er með aðstandendur alkóhólista erum við sem styðjum liðið dálítið meðvirk. Um árið var til dæmis bannað að reiðast yfir lélegu gengi á stórmótum; við áttum alltaf að vera uppbyggileg og hugsa fallega til landsliðsins sama hvað yfir dyndi. Þegar Íslendingar lögðu Spánverja í undanúrslitum í Peking voru fyrstu viðbrögðin ekki þau að við myndum keppa um gullið, heldur að við værum búin að „tryggja okkur silfrið". Og þegar liðið tapaði í úrslitaleiknum var soðinn saman þvættingurinn „gott silfur er gulli betra". Þetta hreinræktaða lúseraviðhorf gengur gegn öllum lögmálum kappleikja; þetta er eins og að segja að tap sé betra en sigur. Það er kominn tími til að spyrna fótum gegn meðvirkninni. Þegar íslenska landsliðið glutrar niður unnum leik í jafntefli er það ekki aðeins réttur okkar, heldur skylda að segja því til syndanna. Við eigum að finna því allt til foráttu að Snorri Steinn var látinn taka vítið í lokin á móti Serbum, búinn að vera ískaldur allan leikinn. Ólíkt vítinu var þetta óverjandi ákvörðun. Þetta var eins og að fá annað tækifæri til að semja um Icesave og senda Svavar Gestsson aftur. Reiðin varir hins vegar aldrei lengur en tilefni er til; það eina sem Snorri Steinn þarf að gera til að komast aftur í náðina er að skora úr næsta víti. Þetta er fegurðin við íþróttir - það er enginn í skotgröfum. Reiðin er bara skjól meðan vonbrigðaélið gengur yfir. Ef við reiddumst ekki þegar landsliðið leikur undir getu myndum við varla gleðjast þegar það stendur sig í stykkinu. Þetta er ekki tvískinnungur heldur ástríða. Og án hennar væri tilgangslaust að eiga landslið.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun