Handknattleiksdeild Vals hefur gert nýjan tveggja ára samning við Anton Rúnarsson og eins árs samning við Kristínu Guðmundsdóttur.
Anton hefur verið í láni frá Val síðustu tímabil og lék með Gróttu í fyrra þar sem hann stóð sig afar vel.
Hann verður í Valsbúningnum næsta vetur en Valsliðið verður mikið breytt frá síðustu leiktíð og þess utan er nýr þjálfari í brúnni en Júlíus Jónasson tók við þjálfarastarfinu af Óskari Bjarna Óskarssyni.
Kristín Guðmundsdóttir er 32 ára gamall reynslubolti í kvennaliði Vals og var lykilmaður hjá Íslandsmeistaraliðinu síðasta vetur.
Kristín ætlar að spila eitt ár í viðbót hið minnsta með Val en næsta tímabil verður hennar fjórða í herbúðum Hlíðarendaliðsins.