Schumacher spenntur fyrir Suzuka 4. október 2010 12:59 Michael Schumacher hefur unnið mótið á Suzuka sex sinnum, en er hér í hásæti á brautnni í Singapúr og liðsfélagi hans Nico Rosberg er í baksýn. Mynd: Getty Images Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn. Schumacher á ekki möguleika á titlinum en hefur unnið oftast þeirra sem keppa. , Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá honum og verður keppt á henni í 22 skipti. Brautin sem er 5.8 km löng er sú eina sem er áttulaga og er ekið yfir og undir brú. Schumacher hefur ekki keyrt á brautinni síðan 2006. "Suzuka bar alltaf ein af uppáhaldsbrautunum mínum, þar sem hún er stórkostleg á köflum. Það reynir mikið á tæknilegt innsæi og skapar vellíðan, þegar maður nær að raða beygjunum vel saman í akstri", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég fer til Japan með góðar minningar í farteskinu, þar sem ég átti nokkur góð mót þar. Vonandi get ég bætt í safnið og hlakka til verkefnisins. Við munum reyna að ná okkar besta fram um helgina." Félagi Schumacher hjá Mercedes, Nico Rosberg hefur náð betri árangri á árinu og hann er hrifinn af brautinni. "Suzuka er frábær braut og að mínu mati er hún ein sú besta á árinu ásamt Spa brautinni. Fyrsta tímatökusvæðið er hápunktur brautarinnar og er krefjandi. Okkur hefur gengið þokkalega að ná árangri að undanförnu og vonumst til að halda því áfram í Japan", sagði Rosberg. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn. Schumacher á ekki möguleika á titlinum en hefur unnið oftast þeirra sem keppa. , Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá honum og verður keppt á henni í 22 skipti. Brautin sem er 5.8 km löng er sú eina sem er áttulaga og er ekið yfir og undir brú. Schumacher hefur ekki keyrt á brautinni síðan 2006. "Suzuka bar alltaf ein af uppáhaldsbrautunum mínum, þar sem hún er stórkostleg á köflum. Það reynir mikið á tæknilegt innsæi og skapar vellíðan, þegar maður nær að raða beygjunum vel saman í akstri", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég fer til Japan með góðar minningar í farteskinu, þar sem ég átti nokkur góð mót þar. Vonandi get ég bætt í safnið og hlakka til verkefnisins. Við munum reyna að ná okkar besta fram um helgina." Félagi Schumacher hjá Mercedes, Nico Rosberg hefur náð betri árangri á árinu og hann er hrifinn af brautinni. "Suzuka er frábær braut og að mínu mati er hún ein sú besta á árinu ásamt Spa brautinni. Fyrsta tímatökusvæðið er hápunktur brautarinnar og er krefjandi. Okkur hefur gengið þokkalega að ná árangri að undanförnu og vonumst til að halda því áfram í Japan", sagði Rosberg.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira