Fótbolti

Di Canio blöskraði hegðun Totti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Totti strunsar hér af velli.
Totti strunsar hér af velli.

Paolo Di Canio er ekki par hrifinn af því hvernig Francesco Totti er að haga sér þessa dagana og sendir honum tóninn í blöðunum í dag.

Totti var tekinn af velli í leik Roma og Inter um helgina eftir 70 mínútur. Hann var hundfúll með það og strunsaði beint inn í klefa.

"Mér finnst þetta ótrúleg hegðun. Hún var algjörlega til skammar. Það eru allir fúlir ef þeir eru teknir af velli en menn haga sér ekki svona. Það er algjör vanvirðing við félaga sína. Það er hlutverk fyrirliðans að setja gott dæmi og hvetja félaga sína," sagði Di Canio sem var nú ekki alltaf til fyrirmyndar sjálfur.

"Sannur leiðtogi hefði verið áfram á hliðarlínunni og hvatt félaga sína áfram. Hann sannaði þarna að hann er eigingjarn. Alvöru leiðtogar fórna sér fyrir liðið. Ég get tekið dæmi með mönnum eins og Ryan Giggs og Paul Scholes. Þeir myndu spila bakvörð án þess að kvarta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×