Schumacher: Frábært að vinna í fjórða sinn 28. nóvember 2010 10:08 Michael Schumacher vann keppni þjóða í gær með Sebastian Vettel í kappakstursmóti meistaranna. Hann keppir sem einstaklingur í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum. Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Keppa 16 ökumenn, fyrst í riðalkeppni og síðan í útsláttarkeppni á malbikaðri braut, sem er að hluta til samhliða. "Að vinna í fjórða skipti og það í Þýskalandi var frábært, ekki síst í ljósi þess að við lá að við féllum úr leik í undnariðlinum. Áhorfendur studdu okkur vel og hvöttu okkur alla leið", sagði Schumacher, sem tryggði bikarinn með því að leggja Andy Pirlaux í hreinni úrslitaumferð eftir að staðan var jöfn. Hann gantaðist með það í beinni útsendingu að enn hefði Þýskaland unnið England og enskir ökumenn geta svarað fyrir sig í dag. "Það eru forréttindi að fá að keppa gegn Michael Schumacher og við vorum lagðir af tveimur góðum ökumönnum", sagði Pirlaux. "Ég átti góða spretti, sérstaklega á móti Sebastian Vettel, núverandi Formúlu 1 meistara, sem er ekki slæm frammistaða hjá gömlum kappaksturskappa úr sportbílakappakstri (World Touring Cars). Þetta er í þriðja árið í röð sem ég hef tapað fyrir Þýskalandi í úrslitum. Fyrst gerðist það á Wembley og svo í Bejing. Ég vildi ná þessu núna, en það er frábært að vera hér og við gerðum góða hluti", sagði Pirlaux. Jason Plato ók með Pirlaux fyrir hönd Breta í gær. Sebastian Vettel mun aka Formúlu 1 bíl sínum í sýningaratriði á mótssvæðinu í dag. "Það varð allt vitlaust þegar ég keyrði út á brautina og þetta var skemmtilegt kvöld fyrir alla, líka Michael og mig að finna þennan stuðning. En ég var heppinn að Michael var með mér í liði og skemmttileg reynsla að vinna á heimavelli", sagði Vettel. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum. Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Keppa 16 ökumenn, fyrst í riðalkeppni og síðan í útsláttarkeppni á malbikaðri braut, sem er að hluta til samhliða. "Að vinna í fjórða skipti og það í Þýskalandi var frábært, ekki síst í ljósi þess að við lá að við féllum úr leik í undnariðlinum. Áhorfendur studdu okkur vel og hvöttu okkur alla leið", sagði Schumacher, sem tryggði bikarinn með því að leggja Andy Pirlaux í hreinni úrslitaumferð eftir að staðan var jöfn. Hann gantaðist með það í beinni útsendingu að enn hefði Þýskaland unnið England og enskir ökumenn geta svarað fyrir sig í dag. "Það eru forréttindi að fá að keppa gegn Michael Schumacher og við vorum lagðir af tveimur góðum ökumönnum", sagði Pirlaux. "Ég átti góða spretti, sérstaklega á móti Sebastian Vettel, núverandi Formúlu 1 meistara, sem er ekki slæm frammistaða hjá gömlum kappaksturskappa úr sportbílakappakstri (World Touring Cars). Þetta er í þriðja árið í röð sem ég hef tapað fyrir Þýskalandi í úrslitum. Fyrst gerðist það á Wembley og svo í Bejing. Ég vildi ná þessu núna, en það er frábært að vera hér og við gerðum góða hluti", sagði Pirlaux. Jason Plato ók með Pirlaux fyrir hönd Breta í gær. Sebastian Vettel mun aka Formúlu 1 bíl sínum í sýningaratriði á mótssvæðinu í dag. "Það varð allt vitlaust þegar ég keyrði út á brautina og þetta var skemmtilegt kvöld fyrir alla, líka Michael og mig að finna þennan stuðning. En ég var heppinn að Michael var með mér í liði og skemmttileg reynsla að vinna á heimavelli", sagði Vettel.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira