Segja mikilvægt að ræða peningamálin 28. desember 2010 06:00 Gylfi Arnbjörnsson ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að umræða um nýja peningamálastefnu, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hóf í Fréttablaðinu í gær, sé afar mikilvæg. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að botn verði að fá í umræðu um gjaldmiðlamálin. „Þetta er mikilvæg umræða sem þarf að fara í gang,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bendir á að aðildarfélög ASÍ hafi ekki treyst sér til að gera kjarasamninga til langs tíma þar sem menn séu brenndir af óstöðugleikanum sem fylgi krónunni. „En eins og menn vita verður ekki skipt hér um gjaldmiðil á næstu vikum eða mánuðum. Það sem skiptir máli núna er að setja niður hvernig við ætlum að varða leiðina að því vonandi að taka upp evruna,“ segir Gylfi. „Ég lít svo á að tilrauninni með krónuna sé lokið,“ segir Gylfi. Nú þurfi að eiga samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og vonandi Evrópska seðlabankann til að losa um gjaldeyrishöftin. „Við fögnum því að Árni Páll vilji hafa forgöngu um að setja í gang samráð eða umræðu um peningastefnuna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Samtökin voru gagnrýnin á Seðlabanka Íslands þegar bankinn hækkaði ítrekað vexti til að reyna að sporna við verðbólgunni í aðdraganda hrunsins. Vilhjálmur segir að þá strax hafi verið augljóst að framkvæmd peningastefnunnar hafi ekki verið að virka. Hann segir mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Þá geti gengi krónunnar byggst á raunveruleikanum, ekki gerviumhverfi sem gjaldeyrishöftin skapi. Það er einsýnt að það þarf fleiri tæki til að viðhalda stöðugleika en stýrivexti Seðlabankans eina, segir Vilhjálmur. Til dæmis þurfi ábyrgð stjórnvalda á hagstjórninni að vera meiri en hún hafi verið. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að umræða um nýja peningamálastefnu, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hóf í Fréttablaðinu í gær, sé afar mikilvæg. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að botn verði að fá í umræðu um gjaldmiðlamálin. „Þetta er mikilvæg umræða sem þarf að fara í gang,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bendir á að aðildarfélög ASÍ hafi ekki treyst sér til að gera kjarasamninga til langs tíma þar sem menn séu brenndir af óstöðugleikanum sem fylgi krónunni. „En eins og menn vita verður ekki skipt hér um gjaldmiðil á næstu vikum eða mánuðum. Það sem skiptir máli núna er að setja niður hvernig við ætlum að varða leiðina að því vonandi að taka upp evruna,“ segir Gylfi. „Ég lít svo á að tilrauninni með krónuna sé lokið,“ segir Gylfi. Nú þurfi að eiga samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og vonandi Evrópska seðlabankann til að losa um gjaldeyrishöftin. „Við fögnum því að Árni Páll vilji hafa forgöngu um að setja í gang samráð eða umræðu um peningastefnuna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Samtökin voru gagnrýnin á Seðlabanka Íslands þegar bankinn hækkaði ítrekað vexti til að reyna að sporna við verðbólgunni í aðdraganda hrunsins. Vilhjálmur segir að þá strax hafi verið augljóst að framkvæmd peningastefnunnar hafi ekki verið að virka. Hann segir mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Þá geti gengi krónunnar byggst á raunveruleikanum, ekki gerviumhverfi sem gjaldeyrishöftin skapi. Það er einsýnt að það þarf fleiri tæki til að viðhalda stöðugleika en stýrivexti Seðlabankans eina, segir Vilhjálmur. Til dæmis þurfi ábyrgð stjórnvalda á hagstjórninni að vera meiri en hún hafi verið. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira