Nýtt ár í nýju boði Þorsteinn Pálsson skrifar 2. janúar 2010 06:00 Áramótin marka kaflaskil á dagatalinu. Að þessu sinni gætu þau líka markað nokkur kaflaskil í pólitískum vopnaburði og að því leyti haft áhrif á vígstöðu stjórnmálaflokkanna. Fjármálaráðherrann sem borið hefur hita og þunga stjórnarsamstarfsins hefur réttilega lýst liðnu ári sem einhverju því erfiðasta í sögunni. Pólitíska þverstæðan er sú að engin ríkisstjórn hefur þurft að hafa jafn lítið fyrir að verja gerðir sínar. Talsmenn hennar hafa ekki þurft annað en að enduróma orð fjármálaráðherrans: Við erum að moka flórinn. Allt sem við gerum er í boði stjórnarandstöðunnar og alveg sérstaklega Sjálfstæðisflokksins. Satt best að segja hefur Sjálfstæðisflokkurinn fáu svarað þessari einföldu röksemdafærslu. Viðspyrna flokksins veiktist í þessu tilliti eftir að eldur var borinn að endurreisnarskýrslunni á landsfundi. Þessi einfalda málsvörn ríkisstjórnarinnar hefur náð eyrum fólksins. Hér verður ekki gerð tilraun til að greina hvað í henni á við gild rök að styðjast og hvað ekki. Veruleikinn er sá að ríkisstjórnin komst upp með þessa röksemdafærslu hvort heldur menn telja það sanngjarnt eða ósanngjarnt. Á þessum pólitísku undirstöðum hefur ríkisstjórnin þegar tekið allar stærstu grundvallarákvarðanir um framtíð Íslands. Sumt hefur hún tekið beint frá Sjálfstæðisflokknum eins og samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Annað hefur hún gert á eigin forsendum eins og skattkerfisbreytingarnar. Nú þegar ríkisstjórnin hefur tekið allar þessar stóru ákvarðanir, að eigin sögn í boði forvera sinna, tekur við nýr kafli. Sá kafli er í boði ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Á því nýja ári sem í garð er gengið þarf ríkisstjórnin að sækja og verja málstað sinn á eigin ábyrgð. Þetta er ný vígstaða. Það á hins vegar eftir að koma á daginn hvort hún kemur til með að veikja ríkisstjórnina eða styrkja. Það ræðst nokkuð af því hvort stjórnarandstöðunni tekst að sýna fram á að annar eða aðrir raunhæfir kostir geti verið í boði. Með nýju ári mun reyna meir á rökstuðning fyrir skýrri og raunhæfri framtíðarsýn. Sú áskorun stendur bæði á ríkisstjórnina og stjórnarandstöðuna.Láglaunastefnan Fjármálaráðherrann lofar ekki gulli og grænum skógum. Hann boðar hins vegar að á síðari hluta ársins verði komin betri tíð, jafnvel blóm í haga. Er það raunhæft mat? Að einhverju leyti hlýtur svar við slíkri spurningu að byggjast á huglægri afstöðu. Verðbólga mun ganga niður ef að líkum lætur. Vextir munu að sama skapi fara lækkandi. Þrotabankarnir þrír hafa fengið nýja efnahagsreikninga. Fjármálaráðherra er kátur með þetta og ástæðulaust fyrir aðra að sýna vanþakklæti. Af hinu segir minna að vextir verða að óbreyttu hærri hér en í samkeppnislöndunum um fyrirsjáanlega framtíð. Engar líkur eru á að verðbólga lækki svo á næstu árum að jafna megi henni við það sem gerist í grannríkjunum. Þrátt fyrir yfirlýst markið um afnám gjaldeyrishaftanna bendir ekkert til að á komandi árum skapist þær aðstæður að það markmið verði að veruleika. Hvað sem þessu líður fullyrðir fjármálaráðherra að samkeppnisstaða útflutningsgreina sé með besta móti. Í hverju er sá samkeppnisstyrkur fólginn? Svarið er einfalt: Hann næst með því að gleyma skuldunum og nota gengisskráningu krónunnar til að halda lífskjörum fólksins i landinu langt fyrir neðan það sem gengur og gerist í samkeppnislöndunum. Þjóðin þarf að gera upp við sig hvort það eru þau blóm í haga sem framtíðarsýnin um betri tíð beinist að. Aðrar leiðir eru færar, ef um þær væri pólitísk samstaða. Meðan svo er ekki gildir framtíðarsýn fjármálaráðherrans um samkeppnisstöðu á forsendum lágra launa.VG styrkir undirtökin Framtíðarsýn fjármálaráðherrans um að reisa samkeppnisstöðuna á lágum launum má gera nokkuð bjartari með skynsamlegri skattastefnu. Hjá hinu verður þó ekki komist, hvernig svo sem skattastefnunni verður hagað, að með óbreyttum gjaldmiðli verður Ísland láglaunaland í samanburði við norrænu velferðarríkin. Laun sjómanna eru tengd erlendum gjaldeyri þó að þau séu greidd út í íslenskum krónum. Það er maklegt. Spurningin er: Hvers vegna mega hinir níutíu og sjö hundraðshlutar vinnuaflsins í landinu ekki fá laun í samkeppnishæfri mynt? Þegar gengi krónunnar hækkaði sem mest var það ekki vegna skilningsleysis stjórnenda peningamála á hagsmunum útflutningsgreinanna. Þeir réðu einfaldlega ekki ferðinni þó að fullveldisráðin yfir krónunni væru í orði kveðnu í þeirra höndum. Í litlu opnu hagkerfi eru það erlendir vogunarsjóðir sem fara að mestu með það vald á borði veruleikans. Fjármálaráðherrann mun ekki halda þessum fullveldisyfirráðum nema í lokuðu peningakerfi. Þann kost hefur hann valið fyrir Ísland. Það gerir hann í skjóli samstarfsflokksins og án andófs þingflokka stjórnarandstöðunnar sem enn hafa ekki talið tímabært að móta framtíðarstefnu á þessu lykilsviði íslenskrar hagstjórnar. Þannig sýnast pólitísk undirtök VG vera að styrkjast. Upptaka evru er ekki trygging fyrir bættum hag. Hún opnar hins vegar möguleika á að bæta samkeppnisstöðu landsins með öðrum hætti en lágum launum til frambúðar. Nýtt ár kallar á dýpri umræðu um þessi efni því kostur fjármálaráðherrans er ekki sérlega fýsilegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Áramótin marka kaflaskil á dagatalinu. Að þessu sinni gætu þau líka markað nokkur kaflaskil í pólitískum vopnaburði og að því leyti haft áhrif á vígstöðu stjórnmálaflokkanna. Fjármálaráðherrann sem borið hefur hita og þunga stjórnarsamstarfsins hefur réttilega lýst liðnu ári sem einhverju því erfiðasta í sögunni. Pólitíska þverstæðan er sú að engin ríkisstjórn hefur þurft að hafa jafn lítið fyrir að verja gerðir sínar. Talsmenn hennar hafa ekki þurft annað en að enduróma orð fjármálaráðherrans: Við erum að moka flórinn. Allt sem við gerum er í boði stjórnarandstöðunnar og alveg sérstaklega Sjálfstæðisflokksins. Satt best að segja hefur Sjálfstæðisflokkurinn fáu svarað þessari einföldu röksemdafærslu. Viðspyrna flokksins veiktist í þessu tilliti eftir að eldur var borinn að endurreisnarskýrslunni á landsfundi. Þessi einfalda málsvörn ríkisstjórnarinnar hefur náð eyrum fólksins. Hér verður ekki gerð tilraun til að greina hvað í henni á við gild rök að styðjast og hvað ekki. Veruleikinn er sá að ríkisstjórnin komst upp með þessa röksemdafærslu hvort heldur menn telja það sanngjarnt eða ósanngjarnt. Á þessum pólitísku undirstöðum hefur ríkisstjórnin þegar tekið allar stærstu grundvallarákvarðanir um framtíð Íslands. Sumt hefur hún tekið beint frá Sjálfstæðisflokknum eins og samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Annað hefur hún gert á eigin forsendum eins og skattkerfisbreytingarnar. Nú þegar ríkisstjórnin hefur tekið allar þessar stóru ákvarðanir, að eigin sögn í boði forvera sinna, tekur við nýr kafli. Sá kafli er í boði ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Á því nýja ári sem í garð er gengið þarf ríkisstjórnin að sækja og verja málstað sinn á eigin ábyrgð. Þetta er ný vígstaða. Það á hins vegar eftir að koma á daginn hvort hún kemur til með að veikja ríkisstjórnina eða styrkja. Það ræðst nokkuð af því hvort stjórnarandstöðunni tekst að sýna fram á að annar eða aðrir raunhæfir kostir geti verið í boði. Með nýju ári mun reyna meir á rökstuðning fyrir skýrri og raunhæfri framtíðarsýn. Sú áskorun stendur bæði á ríkisstjórnina og stjórnarandstöðuna.Láglaunastefnan Fjármálaráðherrann lofar ekki gulli og grænum skógum. Hann boðar hins vegar að á síðari hluta ársins verði komin betri tíð, jafnvel blóm í haga. Er það raunhæft mat? Að einhverju leyti hlýtur svar við slíkri spurningu að byggjast á huglægri afstöðu. Verðbólga mun ganga niður ef að líkum lætur. Vextir munu að sama skapi fara lækkandi. Þrotabankarnir þrír hafa fengið nýja efnahagsreikninga. Fjármálaráðherra er kátur með þetta og ástæðulaust fyrir aðra að sýna vanþakklæti. Af hinu segir minna að vextir verða að óbreyttu hærri hér en í samkeppnislöndunum um fyrirsjáanlega framtíð. Engar líkur eru á að verðbólga lækki svo á næstu árum að jafna megi henni við það sem gerist í grannríkjunum. Þrátt fyrir yfirlýst markið um afnám gjaldeyrishaftanna bendir ekkert til að á komandi árum skapist þær aðstæður að það markmið verði að veruleika. Hvað sem þessu líður fullyrðir fjármálaráðherra að samkeppnisstaða útflutningsgreina sé með besta móti. Í hverju er sá samkeppnisstyrkur fólginn? Svarið er einfalt: Hann næst með því að gleyma skuldunum og nota gengisskráningu krónunnar til að halda lífskjörum fólksins i landinu langt fyrir neðan það sem gengur og gerist í samkeppnislöndunum. Þjóðin þarf að gera upp við sig hvort það eru þau blóm í haga sem framtíðarsýnin um betri tíð beinist að. Aðrar leiðir eru færar, ef um þær væri pólitísk samstaða. Meðan svo er ekki gildir framtíðarsýn fjármálaráðherrans um samkeppnisstöðu á forsendum lágra launa.VG styrkir undirtökin Framtíðarsýn fjármálaráðherrans um að reisa samkeppnisstöðuna á lágum launum má gera nokkuð bjartari með skynsamlegri skattastefnu. Hjá hinu verður þó ekki komist, hvernig svo sem skattastefnunni verður hagað, að með óbreyttum gjaldmiðli verður Ísland láglaunaland í samanburði við norrænu velferðarríkin. Laun sjómanna eru tengd erlendum gjaldeyri þó að þau séu greidd út í íslenskum krónum. Það er maklegt. Spurningin er: Hvers vegna mega hinir níutíu og sjö hundraðshlutar vinnuaflsins í landinu ekki fá laun í samkeppnishæfri mynt? Þegar gengi krónunnar hækkaði sem mest var það ekki vegna skilningsleysis stjórnenda peningamála á hagsmunum útflutningsgreinanna. Þeir réðu einfaldlega ekki ferðinni þó að fullveldisráðin yfir krónunni væru í orði kveðnu í þeirra höndum. Í litlu opnu hagkerfi eru það erlendir vogunarsjóðir sem fara að mestu með það vald á borði veruleikans. Fjármálaráðherrann mun ekki halda þessum fullveldisyfirráðum nema í lokuðu peningakerfi. Þann kost hefur hann valið fyrir Ísland. Það gerir hann í skjóli samstarfsflokksins og án andófs þingflokka stjórnarandstöðunnar sem enn hafa ekki talið tímabært að móta framtíðarstefnu á þessu lykilsviði íslenskrar hagstjórnar. Þannig sýnast pólitísk undirtök VG vera að styrkjast. Upptaka evru er ekki trygging fyrir bættum hag. Hún opnar hins vegar möguleika á að bæta samkeppnisstöðu landsins með öðrum hætti en lágum launum til frambúðar. Nýtt ár kallar á dýpri umræðu um þessi efni því kostur fjármálaráðherrans er ekki sérlega fýsilegur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun