Nákvæmari dómgæsla í Formúlu 1 en fótbolta vegna myndavéla 29. júní 2010 14:43 Ólafur Guðmundsson að störfum í dómaraherbergi á Formúlu 1 móti. Dómaramál sem kom upp í Formúlu 1 mótinu um helgina varpaði ljósi á þá staðreynd að notkun myndavéla hefur verið viðtekinn venja í þeirri íþrótt, mitt í allri umræðunni um notkum myndvéla í fótbolta. Reyndar fannst Ferrari mönnum dómarar taka sér of langan tíma í að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton í brautinni, sem fór framúr öryggisbíl. En FIA, sem stjórnar málum vildi skoða brot Hamiltons nákvæmlega. Dómarar FIA fóru yfir myndir af broti Hamiltons í brautinni þar sem hann fór framúr öryggisbíl og fékk refsingu fyrir. Tony Dogsins sem er sérfræðingur í Formúlu 1 vill meina að allt hafi verið kórrétt gert í Valencia á sunnudaginnn. Ólíkt því sem viðgengst á HM í fótbolta eins og hann sagði í grein á vefsíðunni autosport.com. "Við erum fljótir að gagnrýna dómara og yfirstjórnir þegar eitthvað fer úrskeiðis. En eitt skulum við hafa á hreinu. Fagmennskan og almenn skynsemi var að leiðarljósi hjá FIA í Valencia hefði ekki getað verið ólíkari vitleysunni sem viðgengst í Suður Afríku", sagði Dogdins og tiltók sérstaklega umræðuna um markið sem England skoraði gegn Þýskalandi á dögunum, sem var dæmt af. "Það vissu allir að staðan átti að vera 2-2. Þettavar fáránlegt. Formúla 1 sýndi hvernig átti að gera þetta", sagði Dogsins ennfremur í langri grein um málið. Ólafur Guðmundsson hefur starfað sem dómari á Formúlu 1 mótum og hefur því reynslu af notkun myndavéla við dóma vegna atvika sem eru í skoðun. "Lengi vel voru myndatökur ekki notaðar til að byggja á dóma í akstursíþróttum, þar á meðal Formulu 1. Það var aðallega vegna þess, hversu erfitt var að nálgast efnið nógu fljótt og draga línu með hvað mætti nota og hvað ekki", sagði Ólafur. "Með betri tækni var reglum breytt upp úr 1990 og heimilað að nota myndir, sem keppnishaldarar eða keppendur gátu lagt til. Ekki er stuðst við myndir frá öðrum nema í undantekningartilfellum. Þetta hefur gefið góða raun í akstursíþróttum og með réttum reglum og skipulagi ætti þetta ekki síður að vera mögulegt í fótbolta. Það ætti ekki að þurfa flókinn búnað til að koma því við, t.d. á marklínu og hliðarlínum. Tæknin í dag gerir mögulegt að skoða myndirnar strax eins og gert er í Formúlu 1." Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Dómaramál sem kom upp í Formúlu 1 mótinu um helgina varpaði ljósi á þá staðreynd að notkun myndavéla hefur verið viðtekinn venja í þeirri íþrótt, mitt í allri umræðunni um notkum myndvéla í fótbolta. Reyndar fannst Ferrari mönnum dómarar taka sér of langan tíma í að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton í brautinni, sem fór framúr öryggisbíl. En FIA, sem stjórnar málum vildi skoða brot Hamiltons nákvæmlega. Dómarar FIA fóru yfir myndir af broti Hamiltons í brautinni þar sem hann fór framúr öryggisbíl og fékk refsingu fyrir. Tony Dogsins sem er sérfræðingur í Formúlu 1 vill meina að allt hafi verið kórrétt gert í Valencia á sunnudaginnn. Ólíkt því sem viðgengst á HM í fótbolta eins og hann sagði í grein á vefsíðunni autosport.com. "Við erum fljótir að gagnrýna dómara og yfirstjórnir þegar eitthvað fer úrskeiðis. En eitt skulum við hafa á hreinu. Fagmennskan og almenn skynsemi var að leiðarljósi hjá FIA í Valencia hefði ekki getað verið ólíkari vitleysunni sem viðgengst í Suður Afríku", sagði Dogdins og tiltók sérstaklega umræðuna um markið sem England skoraði gegn Þýskalandi á dögunum, sem var dæmt af. "Það vissu allir að staðan átti að vera 2-2. Þettavar fáránlegt. Formúla 1 sýndi hvernig átti að gera þetta", sagði Dogsins ennfremur í langri grein um málið. Ólafur Guðmundsson hefur starfað sem dómari á Formúlu 1 mótum og hefur því reynslu af notkun myndavéla við dóma vegna atvika sem eru í skoðun. "Lengi vel voru myndatökur ekki notaðar til að byggja á dóma í akstursíþróttum, þar á meðal Formulu 1. Það var aðallega vegna þess, hversu erfitt var að nálgast efnið nógu fljótt og draga línu með hvað mætti nota og hvað ekki", sagði Ólafur. "Með betri tækni var reglum breytt upp úr 1990 og heimilað að nota myndir, sem keppnishaldarar eða keppendur gátu lagt til. Ekki er stuðst við myndir frá öðrum nema í undantekningartilfellum. Þetta hefur gefið góða raun í akstursíþróttum og með réttum reglum og skipulagi ætti þetta ekki síður að vera mögulegt í fótbolta. Það ætti ekki að þurfa flókinn búnað til að koma því við, t.d. á marklínu og hliðarlínum. Tæknin í dag gerir mögulegt að skoða myndirnar strax eins og gert er í Formúlu 1."
Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira