Dísætt með kalkúninum 9. desember 2010 06:00 Selma Rut er mikið jólabarn og ætlar ekki að slá slöku við í jólaundirbúningnum þrátt fyrir að hún verði komin átta mánuði á leið. Fréttablaðið/Anton Þegar Selma Rut Þorsteinsdóttir fór að velta fyrir sér hvernig hún gæti lokkað börnin sín til að borða meðlæti um jólin rakst hún á dísæta uppskrift að sætum kartöflum á netinu. „Okkur datt í hug að sykurpúðarnir myndu vekja mikla lukku meðal barnanna," segir Selma Rut Þorsteinsdóttir. „Við fórum á netið og rákumst á þessa uppskrift, sem er bandarísk og því venjulega notuð sem meðlæti með kalkún, en hún er líka góð með öllum hátíðamat," segir hún og lýsir réttinum frekar: „Þetta eru sætar kartöflur sem eru látnar malla í púðursykurbráðningi með sykurpúðum. Síðan eru kartöflurnar settar í eldfast mót, sykurpúðum raðað yfir og grillað í ofninum," segir hún. Þessi dísæti réttur er orðinn hluti af jólahefðinni á heimili Selmu, sem á tvö börn og á von á sínu þriðja rétt eftir jól. Selma hefur mjög gaman af jólunum og öllu sem þeim tengist. „Ég elska hefðir og að búa til mínar eigin hefðir og siði með krökkunum," segir Selma, sem hóf jólaundirbúninginn í ár líkt og áður á því að gefa jól í skókassa. Hið dísæta meðlæti hentar vel með kalkún enda er uppskriftin af bandarískum uppruna. Uppskriftin sem Selma gefur er um helmingur af því sem sjá má á myndinni hér fyrir neðan.- sgSætar kartöflur með sykurpúðumFyrir 6 (tekur um það bil 40 mínútur að matreiða).1 kg sætar kartöflur150 g smjör100 g púðursykur100 g sykurpúðar (má bæta ofan á eldfasta mótið eftir smekk)kanill og múskat eftir smekkHitið ofn í 200 g og smyrjið eldfast mót. Sjóðið kartöflur í um fimmtán mínútur og flysjið. Hitið smjör, púðursykur og tvo bolla af sykurpúðum ásamt kanil og múskati á meðalhita í potti þar til sykurpúðarnir hafa bráðnað. Skerið kartöflurnar aðeins niður, bætið þeim út í sykurbráðina og merjið þær saman við (það er allt í lagi að skilja eftir einhverja stærri bita). Hellið síðan kartöflunum í eldfasta mótið og bakið í tíu mínútur, takið mótið þá út, raðið afganginum af sykurpúðunum yfir og bakið aftur þar til sykurpúðarnir eru farnir að gyllast. Berið fram og njótið. Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning
Þegar Selma Rut Þorsteinsdóttir fór að velta fyrir sér hvernig hún gæti lokkað börnin sín til að borða meðlæti um jólin rakst hún á dísæta uppskrift að sætum kartöflum á netinu. „Okkur datt í hug að sykurpúðarnir myndu vekja mikla lukku meðal barnanna," segir Selma Rut Þorsteinsdóttir. „Við fórum á netið og rákumst á þessa uppskrift, sem er bandarísk og því venjulega notuð sem meðlæti með kalkún, en hún er líka góð með öllum hátíðamat," segir hún og lýsir réttinum frekar: „Þetta eru sætar kartöflur sem eru látnar malla í púðursykurbráðningi með sykurpúðum. Síðan eru kartöflurnar settar í eldfast mót, sykurpúðum raðað yfir og grillað í ofninum," segir hún. Þessi dísæti réttur er orðinn hluti af jólahefðinni á heimili Selmu, sem á tvö börn og á von á sínu þriðja rétt eftir jól. Selma hefur mjög gaman af jólunum og öllu sem þeim tengist. „Ég elska hefðir og að búa til mínar eigin hefðir og siði með krökkunum," segir Selma, sem hóf jólaundirbúninginn í ár líkt og áður á því að gefa jól í skókassa. Hið dísæta meðlæti hentar vel með kalkún enda er uppskriftin af bandarískum uppruna. Uppskriftin sem Selma gefur er um helmingur af því sem sjá má á myndinni hér fyrir neðan.- sgSætar kartöflur með sykurpúðumFyrir 6 (tekur um það bil 40 mínútur að matreiða).1 kg sætar kartöflur150 g smjör100 g púðursykur100 g sykurpúðar (má bæta ofan á eldfasta mótið eftir smekk)kanill og múskat eftir smekkHitið ofn í 200 g og smyrjið eldfast mót. Sjóðið kartöflur í um fimmtán mínútur og flysjið. Hitið smjör, púðursykur og tvo bolla af sykurpúðum ásamt kanil og múskati á meðalhita í potti þar til sykurpúðarnir hafa bráðnað. Skerið kartöflurnar aðeins niður, bætið þeim út í sykurbráðina og merjið þær saman við (það er allt í lagi að skilja eftir einhverja stærri bita). Hellið síðan kartöflunum í eldfasta mótið og bakið í tíu mínútur, takið mótið þá út, raðið afganginum af sykurpúðunum yfir og bakið aftur þar til sykurpúðarnir eru farnir að gyllast. Berið fram og njótið.
Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning