Darrell Flake hefur ákveðið að spila með Skallagrími í 1. deildinni í körfubolta í vetur. Flake lék með liðinu árin 2006 til 2008.
Bandaríkjamaðurinn lék með Grindvíkingum á síðasta tímabili og skoraði 20.5 stig að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 7,3 fráköst að meðaltali.
„Ég naut þessara tveggja tímabila sem ég spilaði í Borgarnesi áhangendurnir voru frábærir. Einnig var ég með frábæra liðsfélaga með mér, þannig að það var ekki erfið ákvörðun að koma aftur í Borgarnes, jafnvel þótt við spilum í 1.deild í vetur," sagði Flake við heimasíðu Skallagríms.
"Markmið mitt í vetur er að hjálpa liðinu í baráttunni um úrvalsdeildarsæti og einnig ætla ég að leggja mitt af mörkum til þess að móta þessa ungu drengi sem eru í liðinu."
Darrell Flake aftur til Skallagríms
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1