Markvörðurinn Magnús Gunnar Erlendsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram.
Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir Framara enda hefur Magnús verið virkilega öflugur í marki liðsins undanfarin ár.
Hann var frábær seinni hluta tímabilsins í dag og er það mat margra að markvarsla hans hafi hreinlega bjargað Fram frá falli.