Einar K.: „Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd“ Höskuldur Kári Schram skrifar 29. september 2010 18:44 Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap. Atkvæðagreiðslan í gær var söguleg og mun eflaust hafa áhrif þingstörfin í vetur. Sjálfstæðismenn eru reiðir út í þingmenn framsóknar og samfylkingar fyrir að greiða atkvæði með ákærum. Hreyfingin gagnrýnir alla þá sem greiddu atkvæði gegn ákærum og samfylkingin sakar vinstri græna og sjálfstæðismenn um að greiða atkvæði eftir flokkspólitískum línum. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Þessi atkvæði réðu úrslitum hvað Geir varðar að mati sjálfstæðismanna. „Það er augljóst mál að tilteknir þingmenn samfylkingarinnar handvöldu þetta, gerðu þetta með þessum hætti til þess að koma eingöngu höggi á ráðherra sjálfstæðisflokksins og þetta er mjög ómerkilegt af þeirra hálfu," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn séu reiðir svaraði Einar: - „mjög reiðir og sú reiði er réttlát." Hann bætti svo við: - „Það er alveg ljóst mál að þetta hefur mjög vond áhrif á samstarfið á komandi vetri." Það stefni því í átakavetur á Alþingi einmitt þegar ríkisstjórnin þarf nauðsynlega á stuðning stjórnarandstöðunnar að halda meðal annars til að leiða Icesave málið til lykta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vill að boðað verði til kosninga sem fyrst en Einar telur nánast útilokað að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta með samfylkingu í nánustu framtíð. „Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag og menn verða fyrst og fremst að láta þjóðarhagsmuni ráða. Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd," segir Einar. En það loga eldar víða eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Þannig greiddu allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar samfylkingarinnar atkvæði gegn ákærum. Sumir samfyllkingarmenn líta svo á að þetta endurspegli getuleysi flokksins við að gera upp hrunið. Því gæti komið til átaka þegar umbótanefnd flokksins skilar af sér skýrslu í næsta mánuði um starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins. Landsdómur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap. Atkvæðagreiðslan í gær var söguleg og mun eflaust hafa áhrif þingstörfin í vetur. Sjálfstæðismenn eru reiðir út í þingmenn framsóknar og samfylkingar fyrir að greiða atkvæði með ákærum. Hreyfingin gagnrýnir alla þá sem greiddu atkvæði gegn ákærum og samfylkingin sakar vinstri græna og sjálfstæðismenn um að greiða atkvæði eftir flokkspólitískum línum. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Þessi atkvæði réðu úrslitum hvað Geir varðar að mati sjálfstæðismanna. „Það er augljóst mál að tilteknir þingmenn samfylkingarinnar handvöldu þetta, gerðu þetta með þessum hætti til þess að koma eingöngu höggi á ráðherra sjálfstæðisflokksins og þetta er mjög ómerkilegt af þeirra hálfu," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn séu reiðir svaraði Einar: - „mjög reiðir og sú reiði er réttlát." Hann bætti svo við: - „Það er alveg ljóst mál að þetta hefur mjög vond áhrif á samstarfið á komandi vetri." Það stefni því í átakavetur á Alþingi einmitt þegar ríkisstjórnin þarf nauðsynlega á stuðning stjórnarandstöðunnar að halda meðal annars til að leiða Icesave málið til lykta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vill að boðað verði til kosninga sem fyrst en Einar telur nánast útilokað að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta með samfylkingu í nánustu framtíð. „Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag og menn verða fyrst og fremst að láta þjóðarhagsmuni ráða. Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd," segir Einar. En það loga eldar víða eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Þannig greiddu allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar samfylkingarinnar atkvæði gegn ákærum. Sumir samfyllkingarmenn líta svo á að þetta endurspegli getuleysi flokksins við að gera upp hrunið. Því gæti komið til átaka þegar umbótanefnd flokksins skilar af sér skýrslu í næsta mánuði um starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins.
Landsdómur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira