Vilja geta selt hingað landbúnaðarvörur 21. október 2010 02:00 Össur Skarphéðinsson Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd kemur fram á þingi. Möguleikar á þessu hafa áður verið kannaðir, bæði á vettvangi EFTA og í beinum viðræðum við bandarísk stjórnvöld. Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slíkum athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsilegt, bæði vegna þess að Bandaríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna „að forsenda fríverslunarsamnings væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvörur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er“. Ásmundur Einar Daðason Fyrir nokkrum árum reyndu Svisslendingar að semja við Bandaríkin um tvíhliða fríverslunarsamning, en án árangurs, vegna þess að Svisslendingar sættu sig ekki við kröfur Bandaríkjanna um frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. „Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillögunnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum. „Eru ekki sams konar hindranir gagnvart Evrópusambandinu? Meginhugmyndin er einfaldlega sú að við Íslendingar eigum að horfa út fyrir rammann og ekki einblína á Evrópusambandið.“ - gb Fréttir Innlent Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd kemur fram á þingi. Möguleikar á þessu hafa áður verið kannaðir, bæði á vettvangi EFTA og í beinum viðræðum við bandarísk stjórnvöld. Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slíkum athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsilegt, bæði vegna þess að Bandaríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna „að forsenda fríverslunarsamnings væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvörur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er“. Ásmundur Einar Daðason Fyrir nokkrum árum reyndu Svisslendingar að semja við Bandaríkin um tvíhliða fríverslunarsamning, en án árangurs, vegna þess að Svisslendingar sættu sig ekki við kröfur Bandaríkjanna um frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. „Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillögunnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum. „Eru ekki sams konar hindranir gagnvart Evrópusambandinu? Meginhugmyndin er einfaldlega sú að við Íslendingar eigum að horfa út fyrir rammann og ekki einblína á Evrópusambandið.“ - gb
Fréttir Innlent Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira