Hamilton enn með titilvon í brjósti 29. september 2010 15:34 Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu, en var efstur um tíma. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren er ekki búinn að gefa upp vonina um Formúlu 1 meistaratitil á þessu ári, þó hann hafi verið svekktur að falla úr leik í öðru mótinu í röð á sunnudaginn í Singapúr. "Ég var vissulega svekktur á sunnudagskvöld. Það er alltaf erfitt að sætta sig við svona upplifun. Það tekur tíma", sagði Hamilton í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í heimasíðu kappans. Hamilton lenti í samstuði við Mark Webber og féll úr leik og tapaði dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna, þar sem fimm kappar berjast um titilinn. "Ég hugsa ekki um orðinn hlut, eða skoða það að ég féll úr leik á Spáni og Ungverjalandi og svo í síðustu tveimur mótum. Ég horfi til næstu fjögurra móta, en ég hef ekki unnið sigur á þessum brautum. Ég verð því enn einbeittari en ella." Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu og 20 stigum á eftir Webber sem er í forystu. "Ég er einum sigri frá toppnum, en stigamunurinn virðist meiri en hann er á blaði. Miðað við gamla stigakerfið eru þetta 8 stig og það er ekkert miðað við að fjórum mótum er ólokið", sagði Hamilton. Hamilton sagðist hafa verið óheppinn í tveimur síðustu mótum og ekki síst í Singapúr þar sem Webber ók á hann að hans sögn og sprengdi dekk. Hamilton taldi sig hafa verið í aksturslínunni og hafa verið kominn hálfa bíllengd framúr. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren er ekki búinn að gefa upp vonina um Formúlu 1 meistaratitil á þessu ári, þó hann hafi verið svekktur að falla úr leik í öðru mótinu í röð á sunnudaginn í Singapúr. "Ég var vissulega svekktur á sunnudagskvöld. Það er alltaf erfitt að sætta sig við svona upplifun. Það tekur tíma", sagði Hamilton í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í heimasíðu kappans. Hamilton lenti í samstuði við Mark Webber og féll úr leik og tapaði dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna, þar sem fimm kappar berjast um titilinn. "Ég hugsa ekki um orðinn hlut, eða skoða það að ég féll úr leik á Spáni og Ungverjalandi og svo í síðustu tveimur mótum. Ég horfi til næstu fjögurra móta, en ég hef ekki unnið sigur á þessum brautum. Ég verð því enn einbeittari en ella." Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu og 20 stigum á eftir Webber sem er í forystu. "Ég er einum sigri frá toppnum, en stigamunurinn virðist meiri en hann er á blaði. Miðað við gamla stigakerfið eru þetta 8 stig og það er ekkert miðað við að fjórum mótum er ólokið", sagði Hamilton. Hamilton sagðist hafa verið óheppinn í tveimur síðustu mótum og ekki síst í Singapúr þar sem Webber ók á hann að hans sögn og sprengdi dekk. Hamilton taldi sig hafa verið í aksturslínunni og hafa verið kominn hálfa bíllengd framúr.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira