Góður sigur Inter á Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2010 18:26 Wesley Sneijder skorar hér mark sitt í leiknum. Nordic Photos / AFP Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona komst reyndar yfir í leiknum með marki Pedro Rodriguez en þeir Wesley Sneijder, Maicon og Diego Milito skoruðu mörk Inter eftir það. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn hófst nokkuð rólega en það dró til tíðinda á nítjándu mínútu leiksins. Þá tók bakvörðurinn Maxwell góða rispu upp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið þegar hann var kominn upp að endalínunni. Þar var sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez á réttum stað og náði að skora með hnitmiðuðu skoti í teignum. En Inter var síst lakari aðilinn í leiknum og náði að skapa sér nokkur færi. Það bar árangur á 30. mínútu. Sóknarmenn Inter léku vörn Barcelona sundur og saman og Diego Milito, sem hafði farið illa með tvö góð færi fyrr í leiknum, lagði boltann snyrtilega fyrir Wesley Sneijder. Sá var einn á auðum sjó í teig gestanna og skoraði næsta auðveldlega. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Ekki voru liðnar þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar enn dró til tíðinda í leiknum og heimamenn komust yfir. Aftur var það Milito sem undirbjó markið en hann fékk sendingu upp hægri kantinn og náði að koma boltanum á Maicon sem sýndi lipra takta og renndi boltanum framhjá Valdes í marki Börsunga. Á 51. mínútu fékk svo Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, áminningu fyrir að brjóta á Milito og mun hann missa af síðari leik liðanna vegna þessa. En heimamenn létu ekki þar við sitja. Þeir ítölsku unnu knöttinn á miðjum vallarhelmingi Börsunga og barst boltinn á Samuel Eto'o. Hann náði að gefa háan bolta inn í teig, á Sneijder sem skallaði að marki. Boltinn var hins vegar á leið framhjá þegar að Milito var aftur mættur á réttan stað og skoraði af stuttu færi. Barcelona sótti nokkuð stíft á lokamínútum og gerði allt sem það gat til að ná að skora annað dýrmætt útivallarmark. Það tókst þeim ekki og gátu Ítalarnir leyft sér að fagna góðum sigri í leikslok.Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.) 1-1 Wesley Sneijder (30.) 2-1 Maicon (48.) 3-1 Diego Milito (61.) Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Zanetti, Motta, Cambiasso, Pandev, Milito, Sneijder og Eto'o.Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Stankovic, Muntari, Materazzi, Chivu, Balotelli. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Puyol, Maxwell, Xabi, Busquets, Keita, Ibrahimovic, Messi, Pedro.Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Abidal, Yaya Toure. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona komst reyndar yfir í leiknum með marki Pedro Rodriguez en þeir Wesley Sneijder, Maicon og Diego Milito skoruðu mörk Inter eftir það. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn hófst nokkuð rólega en það dró til tíðinda á nítjándu mínútu leiksins. Þá tók bakvörðurinn Maxwell góða rispu upp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið þegar hann var kominn upp að endalínunni. Þar var sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez á réttum stað og náði að skora með hnitmiðuðu skoti í teignum. En Inter var síst lakari aðilinn í leiknum og náði að skapa sér nokkur færi. Það bar árangur á 30. mínútu. Sóknarmenn Inter léku vörn Barcelona sundur og saman og Diego Milito, sem hafði farið illa með tvö góð færi fyrr í leiknum, lagði boltann snyrtilega fyrir Wesley Sneijder. Sá var einn á auðum sjó í teig gestanna og skoraði næsta auðveldlega. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks. Ekki voru liðnar þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar enn dró til tíðinda í leiknum og heimamenn komust yfir. Aftur var það Milito sem undirbjó markið en hann fékk sendingu upp hægri kantinn og náði að koma boltanum á Maicon sem sýndi lipra takta og renndi boltanum framhjá Valdes í marki Börsunga. Á 51. mínútu fékk svo Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, áminningu fyrir að brjóta á Milito og mun hann missa af síðari leik liðanna vegna þessa. En heimamenn létu ekki þar við sitja. Þeir ítölsku unnu knöttinn á miðjum vallarhelmingi Börsunga og barst boltinn á Samuel Eto'o. Hann náði að gefa háan bolta inn í teig, á Sneijder sem skallaði að marki. Boltinn var hins vegar á leið framhjá þegar að Milito var aftur mættur á réttan stað og skoraði af stuttu færi. Barcelona sótti nokkuð stíft á lokamínútum og gerði allt sem það gat til að ná að skora annað dýrmætt útivallarmark. Það tókst þeim ekki og gátu Ítalarnir leyft sér að fagna góðum sigri í leikslok.Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.) 1-1 Wesley Sneijder (30.) 2-1 Maicon (48.) 3-1 Diego Milito (61.) Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Zanetti, Motta, Cambiasso, Pandev, Milito, Sneijder og Eto'o.Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Stankovic, Muntari, Materazzi, Chivu, Balotelli. Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Puyol, Maxwell, Xabi, Busquets, Keita, Ibrahimovic, Messi, Pedro.Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Abidal, Yaya Toure.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira