Steinunn Stefánsdóttir: Að fara með börnin sín í stríð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. apríl 2010 06:00 Hún kom óþyrmilega við mann upptakan af árásum bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Bagdad fyrir hálfu öðru ári. Efni upptökunnar kom ekki á óvart en áminning er það engu að síður að horfa upp á þetta dæmalaust óhugnanlega dæmi um atburði sem eiga sér stað í stríði. Í stríði láta óbreyttir borgara lífið, líka börn. Fólk er drepið og sært þótt ljóst sé að það hefur nákvæmlega enga hernaðarlega fyrirætlan, jafnvel þótt það ætli sér bara að koma særðum samborgara til hjálpar eins og sást á myndbandinu sem birt var á Wikileaks. Það kemur við mann að upplifa þá villimennsku sem á sér stað í stríði. Ungur maður lætur sig ekki muna um að hlæja þegar annar segir honum að hann hafi ekið yfir lík. Annar segir: Sjáðu þessi dauðu kvikindi, og er að tala um látið fólk. Og félagi hans staðfestir að hann hafi vissulega ekki misst af þessari sjón með því að segja: „Nice". Menn sem segja: Þeir geta sjálfum sér um kennt að fara með börnin sín í stríð, þegar það er algerlega ljóst að maðurinn sem um er ræðir er eingöngu að rjúfa hvunndag sinn til þess að koma særðum manni til hjálpar. Stríðið í Írak hefur nú staðið í sjö ár. Talið er að allt að sex hundruð þúsund almennra borgara hafi látið lífið á þessum tíma. Síst horfir friðvænlegar í Írak nú en fyrir sjö árum og daglegt líf almennings þar er líklega til muna verra en það var fyrir innrásina. Gereyðingarvopnin sem voru yfirskin innrásarinnar hafa ekki fundist og munu ekki finnast. Það er gæfa að búa í landi þar sem ekki er her og ekki heldur herskylda. Hér er það ekki hluti þess að komast til manns að gegna herskyldu og fá þannig nasasjón af því sem í hernaði felst, eða verða jafnvel þátttakandi í stríði, eins og er veruleiki ungs fólks í sumum nágrannalanda okkar. Á þessu verður vonandi aldrei breyting. Íslendingar neyðast samt til að horfast í augu við að við urðum þátttakendur í þessu stríði með því að vera á listanum yfir hinar viljugu þjóðir sem studdu innrásina í Írak. Íslendingar urðu þátttakendur í þessum harmleik þrátt fyrir að ákvörðunin hafi ekki verið tekin af ríkisstjórn, hvað þá af Alþingi eða þá þjóðinni. Þrátt fyrir að ákvörðunin hefði áreiðanlega ekki verið tekin ef hún hefði verið borin undir Alþingi og ólíklega ef hún hefði verið lögð fyrir ríkisstjórn þá tók Ísland með stuðningi sínum þátt í þessu stríði. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um að rannsakað verði hvernig það gat gerst að herlaus þjóð varð þátttakandi í tilgangslausri innrás í fjarlægt land, innrás sem kostað hefur hundruð þúsunda almennra borgara lífið og enn fleiri heilsuna, samanber blessuðu litlu börnin sem fram koma í upptökunni. Upptakan af hinni grimmilegu árás er áminning um að það verður að rannsaka hvernig þessi ákvörðun var tekin, hvernig tveir menn gátu, að því er virðist, teymt þjóð til ábyrgðar á tilgangslausum stríðsrekstri. Myndbandið er þó fyrst og fremst áminning um þann viðbjóð sem stríð er og nauðsyn þess að berjast ævinlega með friði gegn stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Hún kom óþyrmilega við mann upptakan af árásum bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Bagdad fyrir hálfu öðru ári. Efni upptökunnar kom ekki á óvart en áminning er það engu að síður að horfa upp á þetta dæmalaust óhugnanlega dæmi um atburði sem eiga sér stað í stríði. Í stríði láta óbreyttir borgara lífið, líka börn. Fólk er drepið og sært þótt ljóst sé að það hefur nákvæmlega enga hernaðarlega fyrirætlan, jafnvel þótt það ætli sér bara að koma særðum samborgara til hjálpar eins og sást á myndbandinu sem birt var á Wikileaks. Það kemur við mann að upplifa þá villimennsku sem á sér stað í stríði. Ungur maður lætur sig ekki muna um að hlæja þegar annar segir honum að hann hafi ekið yfir lík. Annar segir: Sjáðu þessi dauðu kvikindi, og er að tala um látið fólk. Og félagi hans staðfestir að hann hafi vissulega ekki misst af þessari sjón með því að segja: „Nice". Menn sem segja: Þeir geta sjálfum sér um kennt að fara með börnin sín í stríð, þegar það er algerlega ljóst að maðurinn sem um er ræðir er eingöngu að rjúfa hvunndag sinn til þess að koma særðum manni til hjálpar. Stríðið í Írak hefur nú staðið í sjö ár. Talið er að allt að sex hundruð þúsund almennra borgara hafi látið lífið á þessum tíma. Síst horfir friðvænlegar í Írak nú en fyrir sjö árum og daglegt líf almennings þar er líklega til muna verra en það var fyrir innrásina. Gereyðingarvopnin sem voru yfirskin innrásarinnar hafa ekki fundist og munu ekki finnast. Það er gæfa að búa í landi þar sem ekki er her og ekki heldur herskylda. Hér er það ekki hluti þess að komast til manns að gegna herskyldu og fá þannig nasasjón af því sem í hernaði felst, eða verða jafnvel þátttakandi í stríði, eins og er veruleiki ungs fólks í sumum nágrannalanda okkar. Á þessu verður vonandi aldrei breyting. Íslendingar neyðast samt til að horfast í augu við að við urðum þátttakendur í þessu stríði með því að vera á listanum yfir hinar viljugu þjóðir sem studdu innrásina í Írak. Íslendingar urðu þátttakendur í þessum harmleik þrátt fyrir að ákvörðunin hafi ekki verið tekin af ríkisstjórn, hvað þá af Alþingi eða þá þjóðinni. Þrátt fyrir að ákvörðunin hefði áreiðanlega ekki verið tekin ef hún hefði verið borin undir Alþingi og ólíklega ef hún hefði verið lögð fyrir ríkisstjórn þá tók Ísland með stuðningi sínum þátt í þessu stríði. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um að rannsakað verði hvernig það gat gerst að herlaus þjóð varð þátttakandi í tilgangslausri innrás í fjarlægt land, innrás sem kostað hefur hundruð þúsunda almennra borgara lífið og enn fleiri heilsuna, samanber blessuðu litlu börnin sem fram koma í upptökunni. Upptakan af hinni grimmilegu árás er áminning um að það verður að rannsaka hvernig þessi ákvörðun var tekin, hvernig tveir menn gátu, að því er virðist, teymt þjóð til ábyrgðar á tilgangslausum stríðsrekstri. Myndbandið er þó fyrst og fremst áminning um þann viðbjóð sem stríð er og nauðsyn þess að berjast ævinlega með friði gegn stríði.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun