Benti á Svedda tönn 16. júlí 2010 00:01 Tveir sakborningar, sem ekki þekktust, sögðu lögreglu að Davíð Garðarsson væri viðriðinn málið. Nú hefur sá framburður snarlega breyst eftir samskipti þeirra við Davíð. Fréttablaðið/vilhelm Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. Sverrir Þór, sem á árum áður var kallaður Sveddi tönn í undirheimunum vegna tannlýtis, hlaut árið 2000 sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Síðan hann kom úr fangelsi hefur hann dvalið erlendis, meðal annars í Brasilíu og á Spáni. Lögregla hérlendis hefur hann grunaðan um að vera höfuðpaurinn á bak við margar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands undanfarin ár, frá Spáni og Suður-Ameríku. Síðan kókaínmálið, sem tekið var til meðferðar í gær, kom upp hefur íslensk og spænsk lögregla leitað Sverris á Spáni án árangurs. Fyrir dómi í gær játaði burðardýr kókaínsins, Jóhannes Mýrdal, að hafa farið til Alicante og tekið við ferðatöskum sem innihéldu kókaínið. Hann sagðist hafa talið að um kannabisefni væri að ræða og að hann hafi átt að fá hálfa til eina milljón fyrir viðvikið. Orri Freyr Gíslason og Pétur Jökull Jónasson eru einnig ákærðir í málinu en vísa hvor á annan. Orri og Pétur þekktust ekki fyrir handtöku en í yfirheyrslum hjá lögreglu bendluðu þeir báðir Davíð Garðarsson við málið. Hann er einnig ákærður í málinu. Davíð er dæmdur nauðgari og var á flótta undan réttvísinni í útlöndum í hálft annað ár. Á þeim tíma dvaldi hann meðal annars hjá Sverri Þór í Brasilíu. Í réttarsalnum í gær gjörbreyttist framburður Orra og Péturs og kannaðist þá hvorugur við aðild Davíðs. Þetta þótti saksóknara grunsamlegt og spurði hvort Davíð hefði rætt við mennina tvo eftir að þeir voru handteknir. Því játti Davíð. Spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt að framburðurinn hefði breyst svo mikið eftir þau samskipti svaraði Davíð engu. Orri sagði hins vegar hugmyndina að smyglinu komna frá Sverri Þór og fimmta sakborningnum, Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, sem ákærður er fyrir skipulagningu og fjármögnun smyglsins. Guðlaugur neitaði alfarið sök fyrir dómi í gær. Hann gekkst þó við því að þekkja Sverri. Þeir hefðu verið vinir í fjögur ár og um jólin hefði hann millifært til Sverris þrjár milljónir. Guðlaugur, sem hefur dvalið mikið erlendis síðustu ár, meðal annars í Brasilíu og á Spáni, sagðist hins vegar ekkert vita um tengsl Sverris við fíkniefni. Sverrir er ekki ákærður í málinu enda hefur hann ekki fundist svo taka megi af honum skýrslu. Komi hann í leitirnar er hins vegar ekki útilokað að hann verði þá dreginn fyrir dóm. Sveddi tönn handtekinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. Sverrir Þór, sem á árum áður var kallaður Sveddi tönn í undirheimunum vegna tannlýtis, hlaut árið 2000 sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Síðan hann kom úr fangelsi hefur hann dvalið erlendis, meðal annars í Brasilíu og á Spáni. Lögregla hérlendis hefur hann grunaðan um að vera höfuðpaurinn á bak við margar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands undanfarin ár, frá Spáni og Suður-Ameríku. Síðan kókaínmálið, sem tekið var til meðferðar í gær, kom upp hefur íslensk og spænsk lögregla leitað Sverris á Spáni án árangurs. Fyrir dómi í gær játaði burðardýr kókaínsins, Jóhannes Mýrdal, að hafa farið til Alicante og tekið við ferðatöskum sem innihéldu kókaínið. Hann sagðist hafa talið að um kannabisefni væri að ræða og að hann hafi átt að fá hálfa til eina milljón fyrir viðvikið. Orri Freyr Gíslason og Pétur Jökull Jónasson eru einnig ákærðir í málinu en vísa hvor á annan. Orri og Pétur þekktust ekki fyrir handtöku en í yfirheyrslum hjá lögreglu bendluðu þeir báðir Davíð Garðarsson við málið. Hann er einnig ákærður í málinu. Davíð er dæmdur nauðgari og var á flótta undan réttvísinni í útlöndum í hálft annað ár. Á þeim tíma dvaldi hann meðal annars hjá Sverri Þór í Brasilíu. Í réttarsalnum í gær gjörbreyttist framburður Orra og Péturs og kannaðist þá hvorugur við aðild Davíðs. Þetta þótti saksóknara grunsamlegt og spurði hvort Davíð hefði rætt við mennina tvo eftir að þeir voru handteknir. Því játti Davíð. Spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt að framburðurinn hefði breyst svo mikið eftir þau samskipti svaraði Davíð engu. Orri sagði hins vegar hugmyndina að smyglinu komna frá Sverri Þór og fimmta sakborningnum, Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, sem ákærður er fyrir skipulagningu og fjármögnun smyglsins. Guðlaugur neitaði alfarið sök fyrir dómi í gær. Hann gekkst þó við því að þekkja Sverri. Þeir hefðu verið vinir í fjögur ár og um jólin hefði hann millifært til Sverris þrjár milljónir. Guðlaugur, sem hefur dvalið mikið erlendis síðustu ár, meðal annars í Brasilíu og á Spáni, sagðist hins vegar ekkert vita um tengsl Sverris við fíkniefni. Sverrir er ekki ákærður í málinu enda hefur hann ekki fundist svo taka megi af honum skýrslu. Komi hann í leitirnar er hins vegar ekki útilokað að hann verði þá dreginn fyrir dóm.
Sveddi tönn handtekinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira