Albuquerque kátur að sjá við tveimur heimsmeisturum 28. nóvember 2010 18:21 Filipe Albuquerque lagði Sebastian Loeb í úrslitarimmu í kappakstursmóti meistaranna í Þýskalandi í dag. Mynd: Getty Images/Stuart Franklin Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum. Keppt var á malbikuðu mótssvæði sem hafði verið sett á knattspyrnuvöll í Dusseldorf og var ekið á tveimur brautum sem lágu að hluta til samhliða. Keppt var á ýmiskonar farartækjum. "Þetta var minn dagur. Allt gekk vel og ég gerði engin mistök. Ég mætti svo góðum ökumönnum og varð að vinna Sebastian Vettel í tvígang og í úrslitum, maður lifandi, Sebastian (Loeb) var í stuði", sagði Albuquerque um mótið í dag. "Ég gerði bara mitt og þegar ég vann fyrra skiptið í úrslitum var ég mjög glaður. Ég gerði mistök í næsta spretti og Loeb vann. Smá mistök geta verið dýrkeypt. En í úrslitarimminunni þá ók ég af mýkt og án mistaka. Ég trúi þessu ekkki að ég hafi komið í fyrsta skipti og unnið. Get ekki beðið um meira." "Að vinna fræga kappa, þar á meðal Vettel í Þýskalandi, sem er nýbúinn að tryggja sér heimsmeistaratitil, það er frábært", sagði Albuquerque. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum. Keppt var á malbikuðu mótssvæði sem hafði verið sett á knattspyrnuvöll í Dusseldorf og var ekið á tveimur brautum sem lágu að hluta til samhliða. Keppt var á ýmiskonar farartækjum. "Þetta var minn dagur. Allt gekk vel og ég gerði engin mistök. Ég mætti svo góðum ökumönnum og varð að vinna Sebastian Vettel í tvígang og í úrslitum, maður lifandi, Sebastian (Loeb) var í stuði", sagði Albuquerque um mótið í dag. "Ég gerði bara mitt og þegar ég vann fyrra skiptið í úrslitum var ég mjög glaður. Ég gerði mistök í næsta spretti og Loeb vann. Smá mistök geta verið dýrkeypt. En í úrslitarimminunni þá ók ég af mýkt og án mistaka. Ég trúi þessu ekkki að ég hafi komið í fyrsta skipti og unnið. Get ekki beðið um meira." "Að vinna fræga kappa, þar á meðal Vettel í Þýskalandi, sem er nýbúinn að tryggja sér heimsmeistaratitil, það er frábært", sagði Albuquerque.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira