Fimmtíu milljarðar færast á neytendur 1. júlí 2010 07:30 Myntkörfulán á bílum vega þungt í skuldum heimilana. Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd. Kostnaður fjármálastofnana vegna endurmats gengistryggðra lána gæti lækkað um allt að 50 milljarða króna ef farið verður eftir tilmælum Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitsins (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Hann miðar við verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins, en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega að hugsanlegt væri að 100 milljarðar féllu á hið opinbera. Seðlabankinn og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna. Samtök neytenda kalla útspilið stríðsyfirlýsingu og segja stjórnvöld verja fjármálafyrirtækin á kostnað fólksins í landinu. Tilmælin eru rökstudd með því að aðgerðin eyði óþolandi óvissu sem trufli stöðugleika fjármálakerfisins. Það sé þeirra lögboðna skylda að bregðast við. Ríkisstjórnin sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún virði sjálfstæði SÍ og FME. Dómstólar komi þó til með að eiga síðasta orðið varðandi ágreining um myntkörfulánin. Viðskiptaráðherra segir um tilmæli að ræða sem segi ekkert um endanlega niðurstöðu málsins. Verði lánin hins vegar endurreiknuð út frá samningsvöxtum sé stór hluti af eigin fé bankanna undir. Það sé aðalatriðið. Hann segir þó ekki hættu á því að þeir „færu aftur á hliðina" yrði það niðurstaða dóms. Hið opinbera, almenningur, myndi síðan fá reikninginn að stærstum hluta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur niðurstöðu Hæstaréttar skýra og samningsvextir skuli standa. „Mér finnst þetta mjög hæpið og sé ekki á hvaða lagagrundvelli þessi ákvörðun er tekin. Heimilin eiga að njóta vafans." Samtök fjármálafyrirtækja brugðust við í gær með yfirlýsingu. Þar segir að óvissu hafi verið eytt, og gefur það til kynna að tilmælunum verði fylgt, enda segja þeir sem gagnrýna tilmælin að þau séu klæðskerasniðin að vilja fjármálageirans. Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir tilmælin aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja fjármálakerfið og tilmælin séu á skjön við öll lög um neytendavernd. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta 16. júní síðastliðinn. Til að setja umfang málsins í samhengi er fjöldi þeirra sem eru með verðtryggð lán og kaupleigusamninga vegna bifreiðakaupa um 48 þúsund manns. - shá Innlent Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd. Kostnaður fjármálastofnana vegna endurmats gengistryggðra lána gæti lækkað um allt að 50 milljarða króna ef farið verður eftir tilmælum Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitsins (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Hann miðar við verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins, en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega að hugsanlegt væri að 100 milljarðar féllu á hið opinbera. Seðlabankinn og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna. Samtök neytenda kalla útspilið stríðsyfirlýsingu og segja stjórnvöld verja fjármálafyrirtækin á kostnað fólksins í landinu. Tilmælin eru rökstudd með því að aðgerðin eyði óþolandi óvissu sem trufli stöðugleika fjármálakerfisins. Það sé þeirra lögboðna skylda að bregðast við. Ríkisstjórnin sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún virði sjálfstæði SÍ og FME. Dómstólar komi þó til með að eiga síðasta orðið varðandi ágreining um myntkörfulánin. Viðskiptaráðherra segir um tilmæli að ræða sem segi ekkert um endanlega niðurstöðu málsins. Verði lánin hins vegar endurreiknuð út frá samningsvöxtum sé stór hluti af eigin fé bankanna undir. Það sé aðalatriðið. Hann segir þó ekki hættu á því að þeir „færu aftur á hliðina" yrði það niðurstaða dóms. Hið opinbera, almenningur, myndi síðan fá reikninginn að stærstum hluta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur niðurstöðu Hæstaréttar skýra og samningsvextir skuli standa. „Mér finnst þetta mjög hæpið og sé ekki á hvaða lagagrundvelli þessi ákvörðun er tekin. Heimilin eiga að njóta vafans." Samtök fjármálafyrirtækja brugðust við í gær með yfirlýsingu. Þar segir að óvissu hafi verið eytt, og gefur það til kynna að tilmælunum verði fylgt, enda segja þeir sem gagnrýna tilmælin að þau séu klæðskerasniðin að vilja fjármálageirans. Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir tilmælin aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja fjármálakerfið og tilmælin séu á skjön við öll lög um neytendavernd. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta 16. júní síðastliðinn. Til að setja umfang málsins í samhengi er fjöldi þeirra sem eru með verðtryggð lán og kaupleigusamninga vegna bifreiðakaupa um 48 þúsund manns. - shá
Innlent Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira