Orkuveitan aftengdi neysluvatn fjölskyldu 2. október 2010 06:00 Ingibjörg Þorgilsdóttir og Jón Jóhann Jónsson Vetur nálgast og hjónin í Perluhvammi og sonur þeirra hafa ekkert neysluvatn í skúrnum sem þau búa nú tímabundið í. Bera þarf vatn úr Leirvogsá í fötum inn í hús. Fréttablaðið/Vilhelm „Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag. Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Jóhann Jónsson, keyptu Perluhvamm á Álfsnesi á árinu 1992. Hún segir fyrrverandi eiganda hafa lagt til sín kaldavatnsæð frá aðallögn á eigin kostnað samkvæmt samkomulagi við þáverandi Kjalarneshrepp. Fyrir fjórum árum hafi starfsmenn Orkuveitunnar uppgötvað kaldavatnskrana á landinu. Hjónin og tólf ára sonur búi nú í vinnuskúr tímabundið og þangað inn hafi þau tengt kalda vatnið í sumar. „Þeir urðu alveg brjálaðir. Þeir segja að við höfum stolið lögninni og hafa beitt okkur miklu ofríki og hótunum," segir Ingibjörg um viðbrögð Orkuveitunnar. Til dæmis hafi ekki, fyrr en Jón náði fundi nýs forstjóra, tekist að aðskilja deiluna um kaldavatnslögnina og umsókn þeirra um að fá tengt heitt vatn að húsinu. Orkuveitan segir kaldavatnslögnina áður hafa verið komna úr notkun og vill gera á henni úttekt. Fyrir það eiga hjónin að greiða rúmar 132 þúsund krónur. Hinn möguleikinn sé að fyrirtækið leggi nýja lögn að húsinu. Þess má geta að gjald fyrir sjálfa notkunina á köldu vatni er innheimt með fasteignagjöldum. Ingibjörg segir þau hjón hvorki telja nauðsyn á úttekt á gömlu lögninni né nýrri lögn. Vegna óbilgirni Orkuveitunnar hafi hlaupið kergja í málið. Þess vegna hafi þau ekki viljað vísa starfsmönnum OR á það hvar lögnin að húsi þeirra liggur. Þeir hafi mætt á fimmtudaginn fyrir utan land þeirra og byrjað að grafa. Sjálf hafi þau kallað til lögreglu að taka skýrslu. „Fagnaðarópin í vinnuflokknum þegar þeir fundu lögnina heyrðust hér um alla sveitina. Síðan aftengdu þeir okkur bara. Nú getum við ekki þvegið okkur eða sturtað niður án þess að fara með fötu niður í ána. Og ekki drekkum við vatnið úr ánni, svo ég þarf að fara niður í Olís eftir drykkjarvatni," segir Ingibjörg. Í ágúst varaði Orkuveitan Jón við að sæktu þau ekki formlega um kaldavatnslögn myndi heimæðinni verða lokað. „Kostnaður við aðgerðina verður innheimtur hjá þér," sagði í bréfi fyrirtækisins til Jóns. Varað var við að kostnaðurinn gæti numið margföldu áðurnefndu tengigjaldi. „Þú getur lágmarkað þennan kostnað með því að veita Orkuveitunni greinargóðar upplýsingar um legu heimæðarinnar," sagði þó í bréfi OR en þessa leið völdu hjónin ekki eins og fyrr segir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
„Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag. Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Jóhann Jónsson, keyptu Perluhvamm á Álfsnesi á árinu 1992. Hún segir fyrrverandi eiganda hafa lagt til sín kaldavatnsæð frá aðallögn á eigin kostnað samkvæmt samkomulagi við þáverandi Kjalarneshrepp. Fyrir fjórum árum hafi starfsmenn Orkuveitunnar uppgötvað kaldavatnskrana á landinu. Hjónin og tólf ára sonur búi nú í vinnuskúr tímabundið og þangað inn hafi þau tengt kalda vatnið í sumar. „Þeir urðu alveg brjálaðir. Þeir segja að við höfum stolið lögninni og hafa beitt okkur miklu ofríki og hótunum," segir Ingibjörg um viðbrögð Orkuveitunnar. Til dæmis hafi ekki, fyrr en Jón náði fundi nýs forstjóra, tekist að aðskilja deiluna um kaldavatnslögnina og umsókn þeirra um að fá tengt heitt vatn að húsinu. Orkuveitan segir kaldavatnslögnina áður hafa verið komna úr notkun og vill gera á henni úttekt. Fyrir það eiga hjónin að greiða rúmar 132 þúsund krónur. Hinn möguleikinn sé að fyrirtækið leggi nýja lögn að húsinu. Þess má geta að gjald fyrir sjálfa notkunina á köldu vatni er innheimt með fasteignagjöldum. Ingibjörg segir þau hjón hvorki telja nauðsyn á úttekt á gömlu lögninni né nýrri lögn. Vegna óbilgirni Orkuveitunnar hafi hlaupið kergja í málið. Þess vegna hafi þau ekki viljað vísa starfsmönnum OR á það hvar lögnin að húsi þeirra liggur. Þeir hafi mætt á fimmtudaginn fyrir utan land þeirra og byrjað að grafa. Sjálf hafi þau kallað til lögreglu að taka skýrslu. „Fagnaðarópin í vinnuflokknum þegar þeir fundu lögnina heyrðust hér um alla sveitina. Síðan aftengdu þeir okkur bara. Nú getum við ekki þvegið okkur eða sturtað niður án þess að fara með fötu niður í ána. Og ekki drekkum við vatnið úr ánni, svo ég þarf að fara niður í Olís eftir drykkjarvatni," segir Ingibjörg. Í ágúst varaði Orkuveitan Jón við að sæktu þau ekki formlega um kaldavatnslögn myndi heimæðinni verða lokað. „Kostnaður við aðgerðina verður innheimtur hjá þér," sagði í bréfi fyrirtækisins til Jóns. Varað var við að kostnaðurinn gæti numið margföldu áðurnefndu tengigjaldi. „Þú getur lágmarkað þennan kostnað með því að veita Orkuveitunni greinargóðar upplýsingar um legu heimæðarinnar," sagði þó í bréfi OR en þessa leið völdu hjónin ekki eins og fyrr segir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira