Hundrað hæstu fá svipuð laun og 2004 Pétur Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2010 05:45 Breitt bil Kaupmáttur hundrað tekjuhæstu einstaklinganna fimmfaldaðist á sama tíma og kaupmáttur almennings jókst um helming.Fréttablaðið/Stefán Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekjuþega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stefán Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekjur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekjuhæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhópsins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta gengið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir," segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjármagnstekjur séu þar undanskildar. „Tölur Frjálsrar verslunar vanmeta því hæstu tekjur Íslendinga verulega," segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðaltali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þróast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekjuþega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stefán Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekjur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekjuhæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhópsins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta gengið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir," segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjármagnstekjur séu þar undanskildar. „Tölur Frjálsrar verslunar vanmeta því hæstu tekjur Íslendinga verulega," segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðaltali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þróast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira