Vettel býst við hörðum slag við Alonso og Massa 24. júlí 2010 19:56 Felipe Massa, Sebastian Vettel og Fernando Alonso fagna á Hockenheikm í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel var kampakátur með að ná fremsta stað á ráslínu á Hockenheim brautinni í dag. Hann varð aðeins 0.002 sekúndum á undan Fernando Alonso í spennandi tímatöku. "Það væri gaman að vita hvað munurinn á milli okkar er í vegalengd var, miðað við 0.002 sekúndur. Þetta var mjög, mjög jafnt", sagði Vettel, en munurinn sem hann talar um eru 15 sentimetrar samkvæmt útreiking tölfræðings. "Fernando var mjög öflugur og Ferrari bílarnir eru mjög samkeppnisfærir hérna. Við vissum að þetta yrði erfitt, en 2/1000 úr sekúndu er ekki munur sem maður vill upplifa og við urðum að hafa fyrir þessu." "Það var mikil spenna í lokaumferðinni og ég vissi að ég hefði bara einn hring til að ná þessu. Það eru staðir í brautinni sem er auðvelt að klúðra málum og tapa tíma. Ef maður reynir of mikið er hætta á að skemma dekkin og þá finnst manni að tími sé að tapast." "Síðasti hringurinn minn var ekki 100%. Ég fór stundum yfir strikið og tapaði tíma, en á endnum dugði þetta. Ég náði að vera á undan með nánast engum mun. En ég er sérlega ánægður að vera í fyrsta skipti fremstur á ráslínu. En megin verkefnið er á morgun. Við erum með öflugan bil og það verður harður slagur við rauðu bílanna", sagði Vettel. Bein útsending er frá kappakstrinum á Hockenheim kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag í opinni dagskrá. Þátturinn Endarmarkið er sýndur að loknum kappakstrinum þar sem sérfræðingar fara yfir allt það helst sem gerðist í mótinu. Sá þáttur er í lokaðri dagskrá. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel var kampakátur með að ná fremsta stað á ráslínu á Hockenheim brautinni í dag. Hann varð aðeins 0.002 sekúndum á undan Fernando Alonso í spennandi tímatöku. "Það væri gaman að vita hvað munurinn á milli okkar er í vegalengd var, miðað við 0.002 sekúndur. Þetta var mjög, mjög jafnt", sagði Vettel, en munurinn sem hann talar um eru 15 sentimetrar samkvæmt útreiking tölfræðings. "Fernando var mjög öflugur og Ferrari bílarnir eru mjög samkeppnisfærir hérna. Við vissum að þetta yrði erfitt, en 2/1000 úr sekúndu er ekki munur sem maður vill upplifa og við urðum að hafa fyrir þessu." "Það var mikil spenna í lokaumferðinni og ég vissi að ég hefði bara einn hring til að ná þessu. Það eru staðir í brautinni sem er auðvelt að klúðra málum og tapa tíma. Ef maður reynir of mikið er hætta á að skemma dekkin og þá finnst manni að tími sé að tapast." "Síðasti hringurinn minn var ekki 100%. Ég fór stundum yfir strikið og tapaði tíma, en á endnum dugði þetta. Ég náði að vera á undan með nánast engum mun. En ég er sérlega ánægður að vera í fyrsta skipti fremstur á ráslínu. En megin verkefnið er á morgun. Við erum með öflugan bil og það verður harður slagur við rauðu bílanna", sagði Vettel. Bein útsending er frá kappakstrinum á Hockenheim kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag í opinni dagskrá. Þátturinn Endarmarkið er sýndur að loknum kappakstrinum þar sem sérfræðingar fara yfir allt það helst sem gerðist í mótinu. Sá þáttur er í lokaðri dagskrá.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira