Gagnrýni og hótun-um ESB vísað á bug 30. september 2010 05:15 Tómas H. Heiðar sjávarútvegur Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðunum, vísar gagnrýni og hótunum Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, vegna makrílveiða Íslendinga alfarið á bug. Tómas segir Ísland reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að samkomulag takist um makrílveiðar en jafnframt sé ljóst að hótanir um aðgerðir á borð við uppsögn óskyldra samninga á milli Íslands og ESB séu ekki til þess fallnar að stuðla að lausn málsins. Á blaðamannafundi í Brussel 27. september gagnrýndi Damanaki makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga harkalega og setti fram fullyrðingar um veiðarnar sem Tómas segir órökstuddar og fái ekki staðist. Gaf Damanaki í skyn að Íslendingar og Færeyingar bæru einir ábyrgð á því að heildarveiðar á makríl á þessu ári muni fyrirsjáanlega fara fram úr því sem sjálfbært getur talist. Loks hótaði hún því að ESB kynni að grípa til aðgerða gagnvart Íslandi og Færeyjum og meðal annars taka árlega fiskveiðisamninga sambandsins við löndin tvö til endurskoðunar. „Íslandi var lengi meinað að taka þátt í samningaviðræðum um makrílveiðar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar að lútandi. Íslensk stjórnvöld voru því knúin til að setja einhliða kvóta til að takmarka makrílveiðar íslenskra skipa", segir Tómas. „Strandríkjunum fjórum, Íslandi, ESB, Færeyjum og Noregi, tókst ekki að ná samkomulagi um stjórn makrílveiðanna og skiptingu kvóta sín á milli fyrir árið 2010 og af þeim sökum hafa þau öll sett sér einhliða makrílkvóta fyrir þetta ár." Ísland setti sér kvóta árið 2010 sem tók mið af breyttu göngumynstri makrílsins og veiðum fyrri ára. Ekki liggur fyrir samkomulag um veiðarnar og samanlagðir einhliða kvótar fóru fram úr þeim heildarafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafði lagt til. Tómas segir að íslensk stjórnvöld hafni því alfarið að reynt sé að draga Ísland sérstaklega til ábyrgðar vegna þessa, enda sé ábyrgð ESB, Færeyja og Noregs engu minni. „Kjarni málsins er sá að strandríkin fjögur bera sameiginlega ábyrgð á því að koma á heildstæðri stjórn makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar," segir Tómas. Viðræður strandríkjanna um stjórn makrílveiðanna frá og með næsta ári fara fram í London 12.-14. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
sjávarútvegur Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðunum, vísar gagnrýni og hótunum Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, vegna makrílveiða Íslendinga alfarið á bug. Tómas segir Ísland reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að samkomulag takist um makrílveiðar en jafnframt sé ljóst að hótanir um aðgerðir á borð við uppsögn óskyldra samninga á milli Íslands og ESB séu ekki til þess fallnar að stuðla að lausn málsins. Á blaðamannafundi í Brussel 27. september gagnrýndi Damanaki makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga harkalega og setti fram fullyrðingar um veiðarnar sem Tómas segir órökstuddar og fái ekki staðist. Gaf Damanaki í skyn að Íslendingar og Færeyingar bæru einir ábyrgð á því að heildarveiðar á makríl á þessu ári muni fyrirsjáanlega fara fram úr því sem sjálfbært getur talist. Loks hótaði hún því að ESB kynni að grípa til aðgerða gagnvart Íslandi og Færeyjum og meðal annars taka árlega fiskveiðisamninga sambandsins við löndin tvö til endurskoðunar. „Íslandi var lengi meinað að taka þátt í samningaviðræðum um makrílveiðar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar að lútandi. Íslensk stjórnvöld voru því knúin til að setja einhliða kvóta til að takmarka makrílveiðar íslenskra skipa", segir Tómas. „Strandríkjunum fjórum, Íslandi, ESB, Færeyjum og Noregi, tókst ekki að ná samkomulagi um stjórn makrílveiðanna og skiptingu kvóta sín á milli fyrir árið 2010 og af þeim sökum hafa þau öll sett sér einhliða makrílkvóta fyrir þetta ár." Ísland setti sér kvóta árið 2010 sem tók mið af breyttu göngumynstri makrílsins og veiðum fyrri ára. Ekki liggur fyrir samkomulag um veiðarnar og samanlagðir einhliða kvótar fóru fram úr þeim heildarafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafði lagt til. Tómas segir að íslensk stjórnvöld hafni því alfarið að reynt sé að draga Ísland sérstaklega til ábyrgðar vegna þessa, enda sé ábyrgð ESB, Færeyja og Noregs engu minni. „Kjarni málsins er sá að strandríkin fjögur bera sameiginlega ábyrgð á því að koma á heildstæðri stjórn makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar," segir Tómas. Viðræður strandríkjanna um stjórn makrílveiðanna frá og með næsta ári fara fram í London 12.-14. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira