Umfjöllun: Akureyri tapaði stigi gegn Haukum Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 16. desember 2010 20:13 Haukar og Akureyri skildu jöfn ,23-23, á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tíman og bæði lið fengu tækifæri í lokin til þess að gera út um leikinn. Liðin spiluðu líklega besta varnarleik sem sést hefur á Íslandi í mörg ár og gríðarleg barátta einkenndi bæði lið. Birkir Ívar Guðmundsson var hreinlega stórkostlegur í marki Hauka og varði 23 skot en Bjarni Fritzson var atkvæðamestur hjá Akureyri með sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik í Hafnafirðinum í kvöld en Haukar tóku á móti Akureyri í 11.umferð N1-deild karla. Eftir frekar brösugt gengi framan af þá hafa Haukar verið að bæta leik sinn til muna. Þrír sigurleikir í röð hjá Haukum hefur gert það að verkum að liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig. Akureyringar eru aftur á móti liðið sem öll lið líta á sem mestu ógnina í deildinni. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í vetur og líta virkilega vel út. Akureyri tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Fram og því spurning hvernig liðið myndi bregðast við í kvöld. Leikurinn hófst mjög svo rólega en bæði lið stilltu upp í 3-2-1 varnarleik sem reyndist erfiður viðureignar . Sóknir beggja liða voru mjög svo langar og leikmenn voru greinilega innstilltir á að vera skynsamir. Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik en Akureyri náði mest tveggja marka forskoti í hálfleiknum. Varnarmúr Akureyrar var gríðarlega þéttur og Haukar voru á köflum í stökustu vandræðum með að brjóta sér leið í gegn. Staðan í hálfleik var 11-11 en tölurnar tala sínu máli og því ekki mikið um góðan sóknarleik. Birkir Ívar var óstöðvandi í fyrri hálfleiknum og varði 11 skot en hann hélt heimamönnum inn í leiknum. Heimamenn komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi síðari hálfleiks 13-12 en eftir það var jafnt á öllum tölum. Leikurinn var oft á tíðum virkilega grófur og þurfti oft að ganga á milli leikmanna. Birkir Ívar hélt uppteknum hætti og varði eins og brjálæðingur í síðari hálfleiknum. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 16-16 og allt á suðurpunkti á Ásvöllum. Liðin skiptum á að hafa forystu út leiktímann. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var staðan var 23-23, Guðmundur Árni, leikmaður Hauka komst einn inn úr hægra horninu og náði ágætis skoti að marki Akureyringa, en Sveinbjörn Pétursson varði vel. Atli Hilmarsson tók um leið leikhlé og gestirnir stilltu upp í leikkerfi þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Boltinn barst til Geirs Gunnarssonar sem reyndi að ná skoti að marki Hauka en það gekk ekki og því jafntefli niðurstaðan. Virkilega skemmtilegur handboltaleikur sem bauð upp á frábæran varnarleik, stórbrotna markvörslu og háspennu, en það kæmi ekki á óvart ef þessi lið myndu enda tímabilið á því að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar - Akureyri 23-23 (11-11)Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Sigurmannsson 5 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 5/2 (7/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 2 (2), Jónatan Ingi Jónsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Freyr Brynjarsson 1 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson 0 (3),Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/3 (23/3, 48%)Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðmundur Árni, Freyr, Þórður Rafn)Fiskuð víti: 2 (Einar Örn, Stefán Rafn)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/3 (11/5), Heimir Örn Árnason 4 (5), Oddur Grétarsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Guðlaugur Arnarsson 2 (3), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 0 (3),Varin skot: Stefán Guðnason 2 (2/1, 50%), Sveinbjörn Pétursson 16 (23, 41%).Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2,Heimir, Oddur,).Fiskuð víti: 6 (Bjarni 4, Guðlaugur, Hörður).Utan vallar: 10 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Haukar og Akureyri skildu jöfn ,23-23, á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tíman og bæði lið fengu tækifæri í lokin til þess að gera út um leikinn. Liðin spiluðu líklega besta varnarleik sem sést hefur á Íslandi í mörg ár og gríðarleg barátta einkenndi bæði lið. Birkir Ívar Guðmundsson var hreinlega stórkostlegur í marki Hauka og varði 23 skot en Bjarni Fritzson var atkvæðamestur hjá Akureyri með sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik í Hafnafirðinum í kvöld en Haukar tóku á móti Akureyri í 11.umferð N1-deild karla. Eftir frekar brösugt gengi framan af þá hafa Haukar verið að bæta leik sinn til muna. Þrír sigurleikir í röð hjá Haukum hefur gert það að verkum að liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig. Akureyringar eru aftur á móti liðið sem öll lið líta á sem mestu ógnina í deildinni. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í vetur og líta virkilega vel út. Akureyri tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Fram og því spurning hvernig liðið myndi bregðast við í kvöld. Leikurinn hófst mjög svo rólega en bæði lið stilltu upp í 3-2-1 varnarleik sem reyndist erfiður viðureignar . Sóknir beggja liða voru mjög svo langar og leikmenn voru greinilega innstilltir á að vera skynsamir. Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik en Akureyri náði mest tveggja marka forskoti í hálfleiknum. Varnarmúr Akureyrar var gríðarlega þéttur og Haukar voru á köflum í stökustu vandræðum með að brjóta sér leið í gegn. Staðan í hálfleik var 11-11 en tölurnar tala sínu máli og því ekki mikið um góðan sóknarleik. Birkir Ívar var óstöðvandi í fyrri hálfleiknum og varði 11 skot en hann hélt heimamönnum inn í leiknum. Heimamenn komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi síðari hálfleiks 13-12 en eftir það var jafnt á öllum tölum. Leikurinn var oft á tíðum virkilega grófur og þurfti oft að ganga á milli leikmanna. Birkir Ívar hélt uppteknum hætti og varði eins og brjálæðingur í síðari hálfleiknum. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 16-16 og allt á suðurpunkti á Ásvöllum. Liðin skiptum á að hafa forystu út leiktímann. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var staðan var 23-23, Guðmundur Árni, leikmaður Hauka komst einn inn úr hægra horninu og náði ágætis skoti að marki Akureyringa, en Sveinbjörn Pétursson varði vel. Atli Hilmarsson tók um leið leikhlé og gestirnir stilltu upp í leikkerfi þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Boltinn barst til Geirs Gunnarssonar sem reyndi að ná skoti að marki Hauka en það gekk ekki og því jafntefli niðurstaðan. Virkilega skemmtilegur handboltaleikur sem bauð upp á frábæran varnarleik, stórbrotna markvörslu og háspennu, en það kæmi ekki á óvart ef þessi lið myndu enda tímabilið á því að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar - Akureyri 23-23 (11-11)Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Sigurmannsson 5 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 5/2 (7/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 2 (2), Jónatan Ingi Jónsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Freyr Brynjarsson 1 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson 0 (3),Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/3 (23/3, 48%)Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðmundur Árni, Freyr, Þórður Rafn)Fiskuð víti: 2 (Einar Örn, Stefán Rafn)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/3 (11/5), Heimir Örn Árnason 4 (5), Oddur Grétarsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Guðlaugur Arnarsson 2 (3), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 0 (3),Varin skot: Stefán Guðnason 2 (2/1, 50%), Sveinbjörn Pétursson 16 (23, 41%).Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2,Heimir, Oddur,).Fiskuð víti: 6 (Bjarni 4, Guðlaugur, Hörður).Utan vallar: 10 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira