Spænski landsliðsframherjinn David Villa verður ekki með Valencia-liðinu á móti Zaragoza í spænsku deildinni um helgina eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í leik á móti Malaga í vikunni. Villa kláraði þó leikinn en hann skoraði sigurmark Valencia.
David Villa fékk höfuðhöggið í fyrri hálfleik en kláraði samt allar 90 mínúturnar og skoraði eina markið á 13 mínútu. Eftir leikinn fór hann hinsvegar að kvarta yfir ógleði og svima. Hann var þá fluttur á sjúkrahús til frekari rannsókna.
David Villa fékk að fara heim af sjúkrahúsinu morguninn eftir en mun hvíla um helgina til þess að hann verði klár í Evrópuleikinn á móti Atletico Madrid sem fer fram 1. apríl.

