Hvað kostar bensínið? Þorvaldur Gylfason skrifar 12. ágúst 2010 06:45 Sumir undrast, hvers vegna fiskur er ekki ódýrari úti í búð en raun ber vitni. Menn hugsa þá sem svo, að það kosti grásleppukarlana varla mikið að sækja sjóinn til dæmis frá Ægisíðunni í Reykjavík og koma aflanum í land. Hvers vegna fæst soðningin ekki við kostnaðarverði? Það stafar af því, að rétt fiskverð ræðst af framboði og eftirspurn. Fiskimennirnir geta fengið heimsmarkaðsverð fyrir aflann. Þeir væru að fleygja peningum, ef þeir seldu fiskinn á kostnaðarverði, langt undir heimsmarkaðsverði. Fiskur er munaðarvara úti í heimi. Fiskverð er því hátt og á trúlega eftir að hækka enn frekar, eftir því sem fiskstofnar og fiskafli halda áfram að rýrna sumpart vegna ofveiði. Mishátt bensínverðSama máli gegnir um bensín og bensínverð. Norðmönnum dettur ekki í hug að selja bensín heima fyrir á niðursettu verði. Mörg önnur olíuframleiðslulönd freistast samt til að selja olíu og bensín heima fyrir á kostnaðarverði, langt undir heimsmarkaðsverði. Lengst gengur ríkisstjórn Venesúelu undir herforingjastjórn Hugos Chavez forseta. Þar kostar bensínlítrinn röskan túkall - tvær og fjörutíu - við dæluna. Vatn kostar meira. Bensínsalan á gjafverði í Venesúelu er glapræði, þar eð hægt væri að fá heimsmarkaðsverð fyrir bensínið og nota mismuninn til að bæta lífskjör almennings. Líbía og Sádi-Arabía eru litlu skárri. Þar kostar bensínlítrinn 17 krónur og 19 krónur, brot af heimsmarkaðsverði. Tölurnar eru frá 2008. Afleiðingin er of mikil bensínnotkun, of stórir bílar, of mikil umferð, óhreint andrúmsloft. MismununBensínverð undir heimsmarkaðsverði jafngildir niðurgreiðslu á bensíni. Niðurgreiðslan mismunar fólki með því að binda hjálpina við bensínotkun frekar en að leyfa fólkinu að ráða því sjálft, hvað það gerir við peningana. Niðurgreiðsla bensíns skilar fólki minni lífskjarabótum en jafngildur styrkur í beinhörðum peningum myndi gera. Hægt væri að reiða fram sömu hjálp með því að leggja gjald á bensín til að hækka bensínverð heima fyrir upp í heimsmarkaðsverð og nota tekjurnar af gjaldinu til að lækka virðisaukaskatt og vöruverð á móti. Væri það gert, myndu fæstir nota allan muninn til að kaupa sér dýrara bensín, heldur myndi fólk þá heldur draga úr akstri, nota strætisvagna, ganga, búa nær vinnustöðum sínum og nota afganginn til að kaupa sér ýmislegt annað.Væri niðurgreiðslan reidd fram með því að nota tekjurnar af bensíngjaldi til að efla heilbrigðisþjónustu og skólahald, væri niðurgreiðslu bensíns umbreytt í framlög til heilbrigðis- og menntamála. Hvort tveggja er þarft og æskilegt, enda hefur almannavaldið brýnu hlutverki að gegna í heilbrigðis- og menntamálum. Niðurgreiðsla bensíns er aftur á móti óþörf og óæskileg, þar eð hún stuðlar að dreifðri byggð, kraðaki og mengun. Á réttri leiðNokkur olíulönd hafa látið sér segjast og hækkað olíuverð með gjaldheimtu til hagsbóta fyrir almenning. Til þess þurfti kjark. Í Nígeríu var lengi vel ekki við það komandi að hækka bensínverð, eða réttar sagt draga úr niðurgreiðslu bensíns. Yfirvöld óttuðust, að almenningur myndi mikla fyrir sér hækkun bensínverðs án þess að reikna með lífskjarabótinni, sem skynsamleg notkun bensíngjaldsins gæti leitt af sér. Yfirvöldin tóku sér tak. Verð á bensínlítra í Nígeríu hefur fjórfaldazt frá 1998 eins og í Indónesíu og er nú hærra en í Bandaríkjunum, en það er þó þriðjungi lægra en í Gönu í næsta nágrenni. Umferðin í Accra, höfuðborg Gönu, hefur alltaf verið léttari en í Lagos í Nígeríu, þar sem mikill fjöldi fólks þurfti að eyða tveim til þrem klukkustundum á dag á lúshægri leið sinni til og frá vinnu eftir „hraðbrautum" með fjórar eða fimm akreinar til hvorrar áttar. Bílarnir siluðust áfram á gamla bensínverðinu. Nú er umferðin greiðari. Það er framför.Rússar hafa þrefaldað bensínverð við dæluna frá 1998. Bensínlítrinn þar austur frá kostar nú helmingi meira en í Bandaríkjunum, en helmingi minna en hér heima. Lítrinn kostar nú (2008) tæpar 70 krónur í Bandaríkjunum á móti röskum 200 krónum hér (2010). Í Mexíkó hefur bensínverðið tvöfaldazt frá 1998. Í Alsír og við Persaflóa hefur bensínverðið staðið í stað langt undir réttu verði. Íranar hafa sexfaldað bensínverðið hjá sér frá 2006. Engin vettlingatök þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Sumir undrast, hvers vegna fiskur er ekki ódýrari úti í búð en raun ber vitni. Menn hugsa þá sem svo, að það kosti grásleppukarlana varla mikið að sækja sjóinn til dæmis frá Ægisíðunni í Reykjavík og koma aflanum í land. Hvers vegna fæst soðningin ekki við kostnaðarverði? Það stafar af því, að rétt fiskverð ræðst af framboði og eftirspurn. Fiskimennirnir geta fengið heimsmarkaðsverð fyrir aflann. Þeir væru að fleygja peningum, ef þeir seldu fiskinn á kostnaðarverði, langt undir heimsmarkaðsverði. Fiskur er munaðarvara úti í heimi. Fiskverð er því hátt og á trúlega eftir að hækka enn frekar, eftir því sem fiskstofnar og fiskafli halda áfram að rýrna sumpart vegna ofveiði. Mishátt bensínverðSama máli gegnir um bensín og bensínverð. Norðmönnum dettur ekki í hug að selja bensín heima fyrir á niðursettu verði. Mörg önnur olíuframleiðslulönd freistast samt til að selja olíu og bensín heima fyrir á kostnaðarverði, langt undir heimsmarkaðsverði. Lengst gengur ríkisstjórn Venesúelu undir herforingjastjórn Hugos Chavez forseta. Þar kostar bensínlítrinn röskan túkall - tvær og fjörutíu - við dæluna. Vatn kostar meira. Bensínsalan á gjafverði í Venesúelu er glapræði, þar eð hægt væri að fá heimsmarkaðsverð fyrir bensínið og nota mismuninn til að bæta lífskjör almennings. Líbía og Sádi-Arabía eru litlu skárri. Þar kostar bensínlítrinn 17 krónur og 19 krónur, brot af heimsmarkaðsverði. Tölurnar eru frá 2008. Afleiðingin er of mikil bensínnotkun, of stórir bílar, of mikil umferð, óhreint andrúmsloft. MismununBensínverð undir heimsmarkaðsverði jafngildir niðurgreiðslu á bensíni. Niðurgreiðslan mismunar fólki með því að binda hjálpina við bensínotkun frekar en að leyfa fólkinu að ráða því sjálft, hvað það gerir við peningana. Niðurgreiðsla bensíns skilar fólki minni lífskjarabótum en jafngildur styrkur í beinhörðum peningum myndi gera. Hægt væri að reiða fram sömu hjálp með því að leggja gjald á bensín til að hækka bensínverð heima fyrir upp í heimsmarkaðsverð og nota tekjurnar af gjaldinu til að lækka virðisaukaskatt og vöruverð á móti. Væri það gert, myndu fæstir nota allan muninn til að kaupa sér dýrara bensín, heldur myndi fólk þá heldur draga úr akstri, nota strætisvagna, ganga, búa nær vinnustöðum sínum og nota afganginn til að kaupa sér ýmislegt annað.Væri niðurgreiðslan reidd fram með því að nota tekjurnar af bensíngjaldi til að efla heilbrigðisþjónustu og skólahald, væri niðurgreiðslu bensíns umbreytt í framlög til heilbrigðis- og menntamála. Hvort tveggja er þarft og æskilegt, enda hefur almannavaldið brýnu hlutverki að gegna í heilbrigðis- og menntamálum. Niðurgreiðsla bensíns er aftur á móti óþörf og óæskileg, þar eð hún stuðlar að dreifðri byggð, kraðaki og mengun. Á réttri leiðNokkur olíulönd hafa látið sér segjast og hækkað olíuverð með gjaldheimtu til hagsbóta fyrir almenning. Til þess þurfti kjark. Í Nígeríu var lengi vel ekki við það komandi að hækka bensínverð, eða réttar sagt draga úr niðurgreiðslu bensíns. Yfirvöld óttuðust, að almenningur myndi mikla fyrir sér hækkun bensínverðs án þess að reikna með lífskjarabótinni, sem skynsamleg notkun bensíngjaldsins gæti leitt af sér. Yfirvöldin tóku sér tak. Verð á bensínlítra í Nígeríu hefur fjórfaldazt frá 1998 eins og í Indónesíu og er nú hærra en í Bandaríkjunum, en það er þó þriðjungi lægra en í Gönu í næsta nágrenni. Umferðin í Accra, höfuðborg Gönu, hefur alltaf verið léttari en í Lagos í Nígeríu, þar sem mikill fjöldi fólks þurfti að eyða tveim til þrem klukkustundum á dag á lúshægri leið sinni til og frá vinnu eftir „hraðbrautum" með fjórar eða fimm akreinar til hvorrar áttar. Bílarnir siluðust áfram á gamla bensínverðinu. Nú er umferðin greiðari. Það er framför.Rússar hafa þrefaldað bensínverð við dæluna frá 1998. Bensínlítrinn þar austur frá kostar nú helmingi meira en í Bandaríkjunum, en helmingi minna en hér heima. Lítrinn kostar nú (2008) tæpar 70 krónur í Bandaríkjunum á móti röskum 200 krónum hér (2010). Í Mexíkó hefur bensínverðið tvöfaldazt frá 1998. Í Alsír og við Persaflóa hefur bensínverðið staðið í stað langt undir réttu verði. Íranar hafa sexfaldað bensínverðið hjá sér frá 2006. Engin vettlingatök þar.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun