Traust og gegnsæi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 24. febrúar 2010 06:00 Gegnsæi og traust hefur verið rauður þráður í kröfu íslensks almennings um betra samfélag, framtíðarsýn um það samfélag sem hér verður reist á rústum þess sem féll. Engan þarf að undra að undiraldan í þessum kröfum er þung því við hrun bankanna og efnahagskerfisins alls hrundi einnig heimsmynd sem hér hafði verið byggð upp af mikilli elju; heimsmyndin um hina kláru Íslendinga sem væru búnir að gera bissness áður en silalegir þegnar stærri þjóðríkja væru einu sinni búnir að átta sig á viðskiptatækifærinu. Eftir hrunið rann smám saman upp fyrir þjóðinni að innistæðan var lítil fyrir þessari heimsmynd, hún var í raun meira og minna reist á blekkingu og kláru Íslendingarnir voru klárastir í að næla í lánsfé. Snjóboltarnir runnu niður fjallshlíðarnar og regluverkið var á engan hátt í stakk búið til að koma í veg fyrir tjón af þeim sökum. Því er það svo að nú vill fólk ekki láta blekkja sig lengur, það hafnar feluleik, vill opna og gegnsæja stjórnsýslu og það vill einnig geta treyst því að vel sé farið með þau fjármálafyrirtæki sem hér starfa, að starfsemi þeirra þoli dagsins ljós og að þeir sem með ábyrgð fara séu ekki uppvísir að því að hafa farið gáleysislega með fé. Það er því afar eðlilegt að fulltrúar í skilanefndum séu undir smásjá en Fréttablaðið greindi í gær frá 1,2 milljarða króna skuldum og 2,2 milljarða króna tapi félaga í eigu fulltrúa í skilanefnd Glitnis. Í frétt blaðsins kemur fram að forstjóra Fjármálaeftirlitsins finnist þessi staða áhyggjuefni og ekki viðeigandi. Hins vegar eru heimildir Fjármálaeftirlitsins til að skipta sér af skilanefndum takmarkaðar. Einnig hefur komið fram að skilanefndir bankanna hafi verið skipaðar hratt og í nokkru flaustri, eins og raunar á við um ótal margar ákvarðanir sem teknar voru í kjölfar hrunsins. Það er vissulega talsvert áhyggjuefni ef eima á eftir af flausturslegum ákvörðunum sem teknar eru í skugga stóráfalls um langa framtíð. Nú er skýrslu rannsóknarnefndar þingsins beðið með óþreyju. Vonast er til að með henni verði leyndarhjúp aflétt af að minnsta kosti einhverjum atburðum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins og skópu þær aðstæður sem leiddu til þess. Krafan um traust og gegnsæi beinist ekki bara að þeim sem fara með ábyrgð í fjármálafyrirtækjum. Hún beinist að þingmönnum og öðrum stjórnmálamönnum sem nú er gert að gera grein fyrir fjárhagslegum tengslum sínum sem og þeim sem þeir hafa þegið af fjárhagslegan stuðning. Krafan beinist einnig að stjórnmálaflokkunum sjálfum sem einnig er gert að gera grein fyrir fjárhagslegum bakhjörlum í kostnaðarsamri kosningabaráttu. Fólk vill geta treyst því að þeir sem kjörnir eru til að taka ákvarðanir sem varða hagsmuni heillar þjóðar séu ekki bundnir af hagsmunum einstaklinga eða fyrirtækja. Það verður að moka líkunum úr lestinni, bæði í fjármálaheiminum og stjórnmálunum. Þótt Íslendingar séu fáir þá eru þeir nógu margir til að manna leiðandi stöður í því uppbyggingarstarfi sem nú stendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannsóknarskýrsla Alþingis Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Gegnsæi og traust hefur verið rauður þráður í kröfu íslensks almennings um betra samfélag, framtíðarsýn um það samfélag sem hér verður reist á rústum þess sem féll. Engan þarf að undra að undiraldan í þessum kröfum er þung því við hrun bankanna og efnahagskerfisins alls hrundi einnig heimsmynd sem hér hafði verið byggð upp af mikilli elju; heimsmyndin um hina kláru Íslendinga sem væru búnir að gera bissness áður en silalegir þegnar stærri þjóðríkja væru einu sinni búnir að átta sig á viðskiptatækifærinu. Eftir hrunið rann smám saman upp fyrir þjóðinni að innistæðan var lítil fyrir þessari heimsmynd, hún var í raun meira og minna reist á blekkingu og kláru Íslendingarnir voru klárastir í að næla í lánsfé. Snjóboltarnir runnu niður fjallshlíðarnar og regluverkið var á engan hátt í stakk búið til að koma í veg fyrir tjón af þeim sökum. Því er það svo að nú vill fólk ekki láta blekkja sig lengur, það hafnar feluleik, vill opna og gegnsæja stjórnsýslu og það vill einnig geta treyst því að vel sé farið með þau fjármálafyrirtæki sem hér starfa, að starfsemi þeirra þoli dagsins ljós og að þeir sem með ábyrgð fara séu ekki uppvísir að því að hafa farið gáleysislega með fé. Það er því afar eðlilegt að fulltrúar í skilanefndum séu undir smásjá en Fréttablaðið greindi í gær frá 1,2 milljarða króna skuldum og 2,2 milljarða króna tapi félaga í eigu fulltrúa í skilanefnd Glitnis. Í frétt blaðsins kemur fram að forstjóra Fjármálaeftirlitsins finnist þessi staða áhyggjuefni og ekki viðeigandi. Hins vegar eru heimildir Fjármálaeftirlitsins til að skipta sér af skilanefndum takmarkaðar. Einnig hefur komið fram að skilanefndir bankanna hafi verið skipaðar hratt og í nokkru flaustri, eins og raunar á við um ótal margar ákvarðanir sem teknar voru í kjölfar hrunsins. Það er vissulega talsvert áhyggjuefni ef eima á eftir af flausturslegum ákvörðunum sem teknar eru í skugga stóráfalls um langa framtíð. Nú er skýrslu rannsóknarnefndar þingsins beðið með óþreyju. Vonast er til að með henni verði leyndarhjúp aflétt af að minnsta kosti einhverjum atburðum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins og skópu þær aðstæður sem leiddu til þess. Krafan um traust og gegnsæi beinist ekki bara að þeim sem fara með ábyrgð í fjármálafyrirtækjum. Hún beinist að þingmönnum og öðrum stjórnmálamönnum sem nú er gert að gera grein fyrir fjárhagslegum tengslum sínum sem og þeim sem þeir hafa þegið af fjárhagslegan stuðning. Krafan beinist einnig að stjórnmálaflokkunum sjálfum sem einnig er gert að gera grein fyrir fjárhagslegum bakhjörlum í kostnaðarsamri kosningabaráttu. Fólk vill geta treyst því að þeir sem kjörnir eru til að taka ákvarðanir sem varða hagsmuni heillar þjóðar séu ekki bundnir af hagsmunum einstaklinga eða fyrirtækja. Það verður að moka líkunum úr lestinni, bæði í fjármálaheiminum og stjórnmálunum. Þótt Íslendingar séu fáir þá eru þeir nógu margir til að manna leiðandi stöður í því uppbyggingarstarfi sem nú stendur.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun