Alonso tilbúinn í lokaslag um titilinn 10. nóvember 2010 17:51 Fernando Alonso hefur reynsluna til að keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 og varð meistari 2005 og 2006. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Alonso flaug beint frá Brasilíu eftir keppnina þar, en sagðist samt hafa náð einhverri hvíld í löngu flugi. Hann hefur þegar skoðað brautina í Abu Dhabi á reiðhjóli og rætt málin við Ferrari liðið á mótsstað. "Afstaða okkar hefur ekkert breyst fyrir þetta mikilvæga mót. Við verðum að gera allt fullkomlega og þá eigum við möguleika á að ná markmiðinu sem við settum okkur í upphafi tímabilsins", sagði Alonso á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso sagði að úrslitin í mótinu í Brasilíu gefi Ferrari að hafa stjórn á örlögunum. Alonso er 8 stigum á undan Mark Webber í stigamótinu, 16 stigum á undan Sebastian Vettel og 24 stigum á undan Lewis Hamilton. "Ef við náum fyrsta eða öðru sæti, þá þurfum við ekki að standa í neinum stigaútreikningum. Við getum þetta, jafnvel þó andstæðingar okkar séu sterkir. Þeirra bíll (Red Bull) hefur hentað best á allar brautir nema eina. Við eigum samt ekkert að gera ráð fyrir að tapa fyrir þeim, frekar á hinn veginn." Alonso hefur heimsótti stóran skemmtigarð sem Ferrari er búið að opna í Abu Dhabi og er tilkomumikill og í anda Ferrari að mati Alonso. "Á morgun munum við einbeita okkur fullkomlega að undirbúningi fyrir kappaksturinn. Við erum að fara í síðasta mótið á keppnistímabili sem hefur verið frábært, sama hvað gerist. Við ætlum að ljúka því á bestan mögulegan hátt og gefum allt í að ná því takmarki", sagði Alonso á ferrari.com. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Alonso flaug beint frá Brasilíu eftir keppnina þar, en sagðist samt hafa náð einhverri hvíld í löngu flugi. Hann hefur þegar skoðað brautina í Abu Dhabi á reiðhjóli og rætt málin við Ferrari liðið á mótsstað. "Afstaða okkar hefur ekkert breyst fyrir þetta mikilvæga mót. Við verðum að gera allt fullkomlega og þá eigum við möguleika á að ná markmiðinu sem við settum okkur í upphafi tímabilsins", sagði Alonso á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso sagði að úrslitin í mótinu í Brasilíu gefi Ferrari að hafa stjórn á örlögunum. Alonso er 8 stigum á undan Mark Webber í stigamótinu, 16 stigum á undan Sebastian Vettel og 24 stigum á undan Lewis Hamilton. "Ef við náum fyrsta eða öðru sæti, þá þurfum við ekki að standa í neinum stigaútreikningum. Við getum þetta, jafnvel þó andstæðingar okkar séu sterkir. Þeirra bíll (Red Bull) hefur hentað best á allar brautir nema eina. Við eigum samt ekkert að gera ráð fyrir að tapa fyrir þeim, frekar á hinn veginn." Alonso hefur heimsótti stóran skemmtigarð sem Ferrari er búið að opna í Abu Dhabi og er tilkomumikill og í anda Ferrari að mati Alonso. "Á morgun munum við einbeita okkur fullkomlega að undirbúningi fyrir kappaksturinn. Við erum að fara í síðasta mótið á keppnistímabili sem hefur verið frábært, sama hvað gerist. Við ætlum að ljúka því á bestan mögulegan hátt og gefum allt í að ná því takmarki", sagði Alonso á ferrari.com.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira