Birgir Leifur Íslandsmeistari í golfi í fjórða skipti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2010 18:05 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Stefán Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi árið 2010 en hann átti frábæran lokadag á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvellinum. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 1996, 2003 og 2004. Birgir Leifur vann Íslandsmótið með þriggja högga mun en hann lék holurnar 18 í dag á einu höggi undir pari og endaði mótið því á parinu. Birgir Leifur er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli og stimplaði sig heldur betur inn í Kiðjaberginu með frábærri spilamennsku. Hann gaf aðeins eftir á seinni níu holunum á þriðja hring en bætti heldur betur fyrir það á sömu níu holunum í dag. Sigmundur Einar Másson var með eins höggs forkost fyrir lokadaginn og byrjaði lokahringinn á því að fá tvo fugla á fyrstu sex holunum. Sigmundur náði þó ekki að fylgja því eftir og á 11. til 13. holur skildu leiðir hjá honum og Birgi Leif. Sigmundur tapaði þá þremur höggum á sama tíma og Birgir Leifur fékk tvo fugla. Birgir Leifur stakk andstæðinga sína hreinlega af á þessum kafla og náði mest sex högga forskoti. Eftir það var spennan mest í kringum það hver yrði í öðru sætinu. Kristján Þór Einarsson úr Kili lék mjög vel í dag og tryggði sér annað sætið með því að spila lokahringinn á tveimur höggum undir pari. Sigmundur Einar varð í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Kristjáni.Lokastaða efstu karla á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Par 2. Kristján Þór Einarsson, GKj +3 3. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +6 5. Hlynur Geir Hjartarson, GK +8 6. Heiðar Davíð Bragason, GHD +9 7. Stefán Már Stefánsson, GR +10 8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR +11 9. Örvar Samúelsson, GA +13 9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +13 9. Axel Bóasson, GK+13 9. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG +13 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR +14 14. Haraldur Franklín Magnús, GR +15 15. Birgir Guðjónsson, GR +17 15. Helgi Birkir Þórisson, GSE +17 Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi árið 2010 en hann átti frábæran lokadag á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvellinum. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 1996, 2003 og 2004. Birgir Leifur vann Íslandsmótið með þriggja högga mun en hann lék holurnar 18 í dag á einu höggi undir pari og endaði mótið því á parinu. Birgir Leifur er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli og stimplaði sig heldur betur inn í Kiðjaberginu með frábærri spilamennsku. Hann gaf aðeins eftir á seinni níu holunum á þriðja hring en bætti heldur betur fyrir það á sömu níu holunum í dag. Sigmundur Einar Másson var með eins höggs forkost fyrir lokadaginn og byrjaði lokahringinn á því að fá tvo fugla á fyrstu sex holunum. Sigmundur náði þó ekki að fylgja því eftir og á 11. til 13. holur skildu leiðir hjá honum og Birgi Leif. Sigmundur tapaði þá þremur höggum á sama tíma og Birgir Leifur fékk tvo fugla. Birgir Leifur stakk andstæðinga sína hreinlega af á þessum kafla og náði mest sex högga forskoti. Eftir það var spennan mest í kringum það hver yrði í öðru sætinu. Kristján Þór Einarsson úr Kili lék mjög vel í dag og tryggði sér annað sætið með því að spila lokahringinn á tveimur höggum undir pari. Sigmundur Einar varð í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Kristjáni.Lokastaða efstu karla á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Par 2. Kristján Þór Einarsson, GKj +3 3. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +6 5. Hlynur Geir Hjartarson, GK +8 6. Heiðar Davíð Bragason, GHD +9 7. Stefán Már Stefánsson, GR +10 8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR +11 9. Örvar Samúelsson, GA +13 9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +13 9. Axel Bóasson, GK+13 9. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG +13 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR +14 14. Haraldur Franklín Magnús, GR +15 15. Birgir Guðjónsson, GR +17 15. Helgi Birkir Þórisson, GSE +17
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira