Farið verður að öllum líkindum fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið yfir Gunnari Rúnari rennur út í dag.
Friðrik Smári segir að bæði séu fyrir hendi rannsóknarhagsmunir og almannahagsmunir, svo að reikna megi fastlega með kröfu um framlengingu.
Rannsókn lögreglu á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni stendur enn yfir. Meðal annars er beðið eftir niðurstöðu úr lífsýnum sem send voru til Svíþjóðar.- jss