Hamilton ánægður þrátt fyrir áminningu 12. nóvember 2010 20:25 Lewis Hamilton í sólsetrinu í Abu Dhabi í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. "Ég er mjög, mjög ánægður. Við höfum vonast eftir að afturvængurinn myndi virka betur, en hann hefur ekki virskað síðan á Suzuka (Japan) og hann er loksins að virka. Það er stór plús fyrir okkur", sagði Hamilton eftir æfingarnar í dag í frétt á autosport.com. Hamilton er á lyfjun vegna lasleika, en kvaðst hafa liðið vel um borð í bílnum, sem hafi virkað vel. Tímatakan er á laugardag og mikilvægt fyrir Hamilton að vera sem fremst á ráslínu. "Ég er vongóður, en þetta verður erfitt. Red Bull gæti verið hálfri sekúndu á undan eins og oft áður, en við erum nær en áður", sagði Hamilton. Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber hafa náð 14 af 18 ráspólum á þessu ári, þ.e. verið fremstir á ráslínu. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir að hafa nærri lenti í árekstri við Bruno Senna og strikað yfir hvíta línu sem afmarkar innakstur á þjónustusvæðið í Abu Dhabi. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er sýnd beint kl. 09.55 á Stöð 2 Sport á laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. "Ég er mjög, mjög ánægður. Við höfum vonast eftir að afturvængurinn myndi virka betur, en hann hefur ekki virskað síðan á Suzuka (Japan) og hann er loksins að virka. Það er stór plús fyrir okkur", sagði Hamilton eftir æfingarnar í dag í frétt á autosport.com. Hamilton er á lyfjun vegna lasleika, en kvaðst hafa liðið vel um borð í bílnum, sem hafi virkað vel. Tímatakan er á laugardag og mikilvægt fyrir Hamilton að vera sem fremst á ráslínu. "Ég er vongóður, en þetta verður erfitt. Red Bull gæti verið hálfri sekúndu á undan eins og oft áður, en við erum nær en áður", sagði Hamilton. Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber hafa náð 14 af 18 ráspólum á þessu ári, þ.e. verið fremstir á ráslínu. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir að hafa nærri lenti í árekstri við Bruno Senna og strikað yfir hvíta línu sem afmarkar innakstur á þjónustusvæðið í Abu Dhabi. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er sýnd beint kl. 09.55 á Stöð 2 Sport á laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira