Fleiri handteknir vegna morðrannsóknar Breki Logason skrifar 17. ágúst 2010 18:35 Tuttugu og þriggja ára gömlum karlmanni sem yfirheyrður var vegna manndrápsins í Hafnafirði um helgina, var sleppt úr haldi lögreglu nú síðdegis. Fleiri hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins, segir verjandi mannsins. Hann íhugar málsókn á hendur fjölmiðlum sem birt hafa myndir af skjólstæðingi hans. Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í hádeginu á sunnudag og grunaði lögreglu strax að dauða hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Áverkar á líki Hannesar bentu til þess að hann hefði margoft verið stunginn með eggvopni, en árásarmaðurinn mun hafa farið inn um ólæstar dyr á heimili hins myrta. Seint í gærkvöldi yfirheyrði lögregla síðan ungan mann sem hún ákvað að hafa lengur í haldi, vegna gruns um aðild að morðinu. Guðrún Sesselja Arnardóttir Hæstaréttarlögmaður var tilnefndur verjandi piltisins af lögreglu og var viðstödd skýrslutökur. „það var önnur skýrslutaka í dag en hún tók stuttan tíma. Lögreglan taldi sig síðan ekki hafa nægilega mikil gögn til þess að krefjast gæsluvarðhalds og var honum því sleppt," segir Guðrún. Í dag hefur nafn piltsins og mynd af honum verið birt í fjölmörgum fjölmiðlum og er Guðrún Sesselja allt annað en sátt með þau vinnubrögð en hún sendi tilkynningu á alla fjölmiðla þar sem nafn- og myndbirting á skjólstæðingi hennar var fordæmd. Hún segir skjólstæðing sinn ekki vera þann eina sem hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Og þótt pilturinn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, hefði nafn- og myndbirting engu að síður verið ótímabær. Hún segist ekki hafa rætt málið við piltinn eftir að honum var sleppt en útilokar ekki að höfðað verði mál vegna þessa. Lögregla segir rannsóknina vera í fullum gangi en á fjórða tug lögreglumanna vinni að henni. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og annarra gagna aflað. Morðvopnið er ófundið. Lögreglan segir ekkert um hvort rannsóknin nái út fyrir landsteinana. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55 Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40 Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05 Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00 Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Tuttugu og þriggja ára gömlum karlmanni sem yfirheyrður var vegna manndrápsins í Hafnafirði um helgina, var sleppt úr haldi lögreglu nú síðdegis. Fleiri hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins, segir verjandi mannsins. Hann íhugar málsókn á hendur fjölmiðlum sem birt hafa myndir af skjólstæðingi hans. Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í hádeginu á sunnudag og grunaði lögreglu strax að dauða hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Áverkar á líki Hannesar bentu til þess að hann hefði margoft verið stunginn með eggvopni, en árásarmaðurinn mun hafa farið inn um ólæstar dyr á heimili hins myrta. Seint í gærkvöldi yfirheyrði lögregla síðan ungan mann sem hún ákvað að hafa lengur í haldi, vegna gruns um aðild að morðinu. Guðrún Sesselja Arnardóttir Hæstaréttarlögmaður var tilnefndur verjandi piltisins af lögreglu og var viðstödd skýrslutökur. „það var önnur skýrslutaka í dag en hún tók stuttan tíma. Lögreglan taldi sig síðan ekki hafa nægilega mikil gögn til þess að krefjast gæsluvarðhalds og var honum því sleppt," segir Guðrún. Í dag hefur nafn piltsins og mynd af honum verið birt í fjölmörgum fjölmiðlum og er Guðrún Sesselja allt annað en sátt með þau vinnubrögð en hún sendi tilkynningu á alla fjölmiðla þar sem nafn- og myndbirting á skjólstæðingi hennar var fordæmd. Hún segir skjólstæðing sinn ekki vera þann eina sem hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Og þótt pilturinn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, hefði nafn- og myndbirting engu að síður verið ótímabær. Hún segist ekki hafa rætt málið við piltinn eftir að honum var sleppt en útilokar ekki að höfðað verði mál vegna þessa. Lögregla segir rannsóknina vera í fullum gangi en á fjórða tug lögreglumanna vinni að henni. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og annarra gagna aflað. Morðvopnið er ófundið. Lögreglan segir ekkert um hvort rannsóknin nái út fyrir landsteinana.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55 Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40 Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05 Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00 Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55
Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40
Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05
Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00
Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44